Jafntefli í stórleiknum

Liðin skildu jöfn í kvöld.
Liðin skildu jöfn í kvöld. AFP

Stór­leik­ur dags­ins á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu endaði með 1:1 jafn­tefli. Þar mætt­ust Evr­ópu­meist­ar­ar Hol­lands og Svíþjóð.

 Fyrri hálfleik­ur­inn, sem og all­ur leik­ur­inn, var held­ur dauf­ur og liðin vörðust vel og gáfu fá færi af sér.

Sari van Veen­enda­al, markvörður Hol­lands, þurfti að fara út af þegar 22. mín­út­ur voru liðnar af leikn­um vegna meiðsla. 

Það var svo væng­bakvörður­inn Jonna And­ers­son kom Svíþjóð yfir eft­ir 36. mín­útna leik. Þá var hún gal­op­in á fjær­stöng­inni og fékk bolt­ann frá Kosovare Asll­ani. Hún sendi síðan bolt­ann í netið, þó með viðkomu í Stef­anie van der Gragt, varn­ar­manni Hol­lands, sem tæklaði hann í hitt hornið. 

Fleiri urður mörk­in ekki og Sví­ar fóru með eins marks for­ystu inn í hálfleik­inn.

Jill Roord jafnaði met­in svo fyr­ir Hol­lend­inga þegar sjö mín­út­ur voru liðnar af síðari hálfleikn­um. Þar tæklaði Fridol­ina Rol­fö bolt­ann á hana og hún smellti hon­um í fjær­hornið neðra, glæsi­leg af­greiðsla og allt jafnt í Sheffi­led.

Bæði lið fengu nokk­ur færi það sem eft­ir lifði af leikn­um en inn vildi bolt­inn ekki og skildu því liðin jöfn, 1:1. 

Leik­ur­inn er liður í C-riðli kvenna en fyrr í dag skildu Portúgal og Sviss jöfn 2:2. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti á mörk­um skoruðum. 

Svíþjóð mæt­ir Sviss næsta miðviku­dag klukk­an fjög­ur. Hol­land mæt­ir Portúgal sama dag klukk­an sjö. 

Jonna Andersson fagnar marki sínu ásamt Linu Hurtig.
Jonna And­ers­son fagn­ar marki sínu ásamt Linu Hurtig. AFP
Jill Roord fagnar marki sínu ásamt Sherida Spitse.
Jill Roord fagn­ar marki sínu ásamt Sher­ida Spitse. AFP
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin