Kallaði okkur alltaf stráka á fyrstu æfingunni

Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun íslenska kvennalandsliðsins í janúar á …
Þorsteinn Halldórsson tók við þjálfun íslenska kvennalandsliðsins í janúar á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hann kallaði okk­ur alltaf stráka á fyrstu æf­ing­unni sinni,“ sagði knatt­spyrnu­kon­an Fann­dís Friðriks­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar hún ræddi fyrstu æf­ingu Þor­steins Hall­dórs­son­ar með kvennalið Breiðabliks árið 2014.

Þor­steinn tók við þjálf­un ís­lenska kvenna­landsliðsins í janú­ar á síðasta ári en hafði fram að því stýrt Breiðablik í sex tíma­bil eft­ir að hafa þjálfað karla- og drengjalið hjá Þrótti úr Reykja­vík, KR og Hauk­um meðal ann­ars.

„Við vor­um í reit og ég öskra að bolt­inn hafi verið far­inn út af,“ sagði Fann­dís.

„Steini stoppaði æf­ing­una, öskraði að bolt­inn hefði ekki verið far­inn út af og ég þorði ekki að segja orð eft­ir það.

Það eina sem ég hugsaði var bara vá hver er þetta eig­in­lega,“ sagði Fann­dís meðal ann­ars í létt­um tón.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin