Klukkutímahangs í varamannaskýlinu

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Það er í raun eng­inn mun­ur á því að þjálfa stráka og stelp­ur,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dætr­um Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Þor­steinn, sem er 54 ára gam­all, tók við landsliðinu í janú­ar á síðasta ári eft­ir að hafa stýrt kvennaliði Breiðabliks í sex tíma­bil en þar áður hafði hann meðal ann­ars þjálfað hjá KR og Þrótti.

„Stærsti mun­ur­inn er kannski sá að þú miss­ir af ákveðinni klefa­menn­ingu,“ sagði Þor­steinn.

„Ég og Ólaf­ur Pét­urs­son [mark­mannsþjálf­ari Breiðabliks og kvenna­landsliðsins] hlóg­um alltaf að því að leiðin­leg­asti tím­inn hjá okk­ur væri rétt eft­ir að ég hafði klárað þessa síðustu ræðu fyr­ir leik.

Við þurft­um að finna okk­ur eitt­hvað svæði til að hanga á og á sum­um völl­um þurft­um við sem dæmi að hanga inn í vara­manna­skýli í ein­hvern klukku­tíma,“ sagði Þor­steinn meðal ann­ars.

Þor­steinn er í nær­mynd í lokaþætt­in­um af Dætr­um Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin