Mikill munur frá síðasta Evrópumóti

Sara Björk Gunnarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir …
Sara Björk Gunnarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins á fimmtudaginn síðasta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Spennu­stigið er lægra núna,“ sagði Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­irliði ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins fyr­ir fyrsta leik­inn gegn Belg­íu í D-riðli Evr­ópuóts­ins á aka­demíu­vell­in­um Manchester City í Manchester í dag.

Sara Björk, sem er 31 árs göm­ul, er leikja­hæsta landsliðskona Íslands frá upp­hafi með 139 A-lands­leiki á bak­inu.

Hún er að taka þátt í sínu fjórða stór­móti með kvenna­landsliðinu en hún var fyr­irliði ís­lenska liðsins á EM í Hollandi fyr­ir fimm árum síðan.

„And­rúms­loftið í hópn­um núna er ótrú­lega ró­legt og yf­ir­vegað ef svo má segja,“ sagði Sara Björk.

„Reynsl­an í hópn­um er líka meiri núna en þá. Marg­ir af eldri leik­mönn­un­um í hópn­um hafa gert þetta áður og þá eru yngri leik­menn að spila í frá­bær­um deild­um með frá­bær­um liðum.

Spennu­stigið er því ein­stak­lega gott og það er mikið jafn­vægi í hópn­um,“ sagði Sara Björk.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin