Missir af EM

Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunni.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir á æfingu með íslenska landsliðinu í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Cecil­ía Rán Rún­ars­dótt­ir, einn markv­arða ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, er fing­ur­brot­in og hef­ur því neyðst til þess að draga sig úr leik­manna­hópn­um sem tek­ur þátt á EM 2022 á Englandi.

Frá þessu var greint á sam­fé­lags­miðlum Knatt­spyrnu­sam­bands Íslands, KSÍ, rétt í þessu.

Auður Svein­björns­dótt­ir Scheving, markvörður Aft­ur­eld­ing­ar sem er þar á láni frá Val, hef­ur verið val­in í stað Cecil­íu Rán­ar og kem­ur til móts við ís­lenska hóp­inn í dag.

Fyrsti leik­ur Íslands í D-riðlin­um á EM fer fram klukk­an 16 á morg­un þegar liðið mæt­ir Belg­íu.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin