„Það eru allir með sitt hlutverk á hreinu hjá honum,“ sagði knattspyrnukonan Rakel Hönnudóttir í Dætrum Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar hún ræddi landsliðsþjálfarann Þorstein Halldórsson.
Rakel á að baki 103 A-landsleiki fyrir Ísland en hún og landsliðsþjálfarinn unnu lengi saman hjá Breiðabliki áður en Þorsteinn tók við þjálfun kvennalandsliðsins í janúar á síðasta ári.
„Ég hef oft lent í því að gera einhverja vitleysu inn á vellinum og þá heyrir maður hann kalla nafnið sitt,“ sagði Rakel.
„Ég veit nákvæmlega af hverju hann er að öskra nafnið mitt og hann þarf ekki að segja neitt meira,“ sagði Rakel meðal annars.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.