Nóg að heyra Steina öskra nafnið sitt

Þorsteinn Halldórsson stýrði sinni fyrstu æfingu á Englandi á fimmtudaginn …
Þorsteinn Halldórsson stýrði sinni fyrstu æfingu á Englandi á fimmtudaginn síðasta. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það eru all­ir með sitt hlut­verk á hreinu hjá hon­um,“ sagði knatt­spyrnu­kon­an Rakel Hönnu­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar hún ræddi landsliðsþjálf­ar­ann Þor­stein Hall­dórs­son.

Rakel á að baki 103 A-lands­leiki fyr­ir Ísland en hún og landsliðsþjálf­ar­inn unnu lengi sam­an hjá Breiðabliki áður en Þor­steinn tók við þjálf­un kvenna­landsliðsins í janú­ar á síðasta ári.

„Ég hef oft lent í því að gera ein­hverja vit­leysu inn á vell­in­um og þá heyr­ir maður hann kalla nafnið sitt,“ sagði Rakel.

„Ég veit ná­kvæm­lega af hverju hann er að öskra nafnið mitt og hann þarf ekki að segja neitt meira,“ sagði Rakel meðal ann­ars.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin