„Steini! Segðu bara satt!“

Þorsteinn Halldórsson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á …
Þorsteinn Halldórsson og Sara Björk Gunnarsdóttir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, hef­ur ekki horft á sjón­varpsþætt­ina sí­vin­sælu Love Is­land en þetta kom fram á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins fyr­ir fyrsta leik­inn gegn Belg­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­vell­in­um Manchester City í Manchester í dag.

Leik­menn ís­lenska liðsins hafa verið dug­leg­ir að horfa á sjón­varpsþætt­ina síðan þær komu til Eng­lands líkt og Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir greindi frá í viðtali við blaðamann í gær.

Þor­steinn var spurður að því hvort hann hefði horft á þætt­ina með stelp­un­um í dag en hann þver­tók fyr­ir það.

„Ég hef ekk­ert horft á Love Is­land,“ sagði Þor­steinn hrein­skil­inn.

„Steini! Segðu bara satt,“ sagði Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, fyr­irliði ís­lenska liðsins, í létt­um tón en hún sat einnig fund­inn í Manchester.

„Ég fór aðeins í golf í Þýskalandi og svo hef­ur maður bara verið að dunda sér. Það er al­veg nóg að gera og ég er bú­inn að vera horfa á þessa leiki hérna á EM líka, sem er ágæt­is til­breyt­ing frá því að horfa á Belg­ana,“ bætti Þor­steinn við í létt­um tón.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin