Sveindís gerir eitthvað geggjað

Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins á fimmtudaginn.
Sveindís Jane Jónsdóttir á æfingu íslenska liðsins á fimmtudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Mark­miðið hlýt­ur að vera að kom­ast upp úr riðlin­um,“ sagði knatt­spyrnu­kon­an Fann­dís Friðriks­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um mögu­leika ís­lenska kvenna­landsliðsins í loka­keppni EM sem fram fer á Englandi.

Fann­dís var einn af sér­fræðing­um þátt­ar­ins ásamt Katrínu Ásbjörns­dótt­ur og Rakel Hönnu­dótt­ur en Ísland mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli loka­keppni Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­vell­in­um í Manchester á morg­un.

„Við erum með mjög spenn­andi hóp núna og bland­an í liðinu er virki­lega góð, sagði Fann­dís.

Það er eng­inn leik­ur þarna sem við eig­um að vinna en við get­um hæg­lega unnið öll þessi lið ef við spil­um okk­ar leik.

Við eig­um Svein­dísi [Jane Jóns­dótt­ur] líka sem ger­ir eitt­hvað geggjað,“ sagði Fann­dís meðal ann­ars.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan.

 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin