Það styttist svo sannarlega í fyrsta leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer á Englandi.
Hingað til hafa þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Sandra Sigurðardóttir og Sif Atladóttir allar verið til viðtals. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir verður svo á blaðamannafundi íslenska liðsins í dag á akademíuvellinum í Manchester ásamt Þorsteini landsliðsþjálfara.
Það má því leiða líkur að því að þessir níu leikmenn verði allir í byrjunarliði Íslands gegn Belgíu á morgun.
Bakvörðurinn í heild sinni er í Morgunblaðinu í dag