Ég þurfti að bæta fyrir vítaklúðrið

Beglind Björg knúsar móður sína.
Beglind Björg knúsar móður sína. Eggert Jóhannesson

„Ég þarf að gera bet­ur,“ sagði marka­skor­ari Íslands Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir í sam­tali við RÚV eft­ir 1:1 jafn­tefli gegn Belg­íu í fyrsta leik Íslands á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu í Manchester í dag. 

Berg­lind brenndi af víta­spyrnu á 33. mín­útu en bætti upp fyr­ir það á 50. mín­útu þegar hún skoraði mark Íslands. 

„Þetta var gríðarlega erfiður leik­ur en mjög fjör­ug­ur og það er fúlt af hafa ekki unnið hann. Sókn­ar sem og varn­ar­leik­ur­inn var mjög góður, við vor­um oft að ná að pressa þær hátt uppi og koma okk­ur í góðar stöður. Við  þurf­um að fín­pússa okk­ur fyr­ir næsta leik og nýta fær­in bet­ur.“ 

Hvernig var til­finn­ing­in að skora?

„Ég þurfti að bæta fyr­ir víta­klúðrið en það var mjög gam­an að skora. Ég sá hann koma á fjær og sá þetta al­veg inni. Það var létt­ir að skora, „geggjað mó­ment“ að fagna með stuðnings­mönn­un­um þannig þetta var æði.“

Hvað fór úr­skeiðis í vít­inu?

„Ég veit ekki al­veg hvað ég á að segja, ég þarf bara að gera bet­ur.“

Hvað viljið þið fín­pússa?

„Við þurf­um ennþá betri gæði fram á við og að ná að klára fær­in. Við vor­um oft að koma okk­ur í góðar stöður en náðum ekki að nýta þær,“ sagði Berg­lind að lok­um.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin