Fékk fjöldasöng í sextugsafmælisgjöf

Sólveig Anna Gunnarsdóttir er sextug í dag.
Sólveig Anna Gunnarsdóttir er sextug í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sólveig Anna Gunnarsdóttir, móðir Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttir, landsliðskonu Íslands í knattspyrnu, er hvorki meira né minna en sextug í dag.

Sólveig Anna er mætt til Manchester þar sem íslenska liðið mætir Belgíu í fyrsta leik sínum í D-riðli Evrópumótsins á akademíuvellinum í Manchester í dag.

Hún lét sig ekki vanta ásamt fjölskyldu sinni á Fanzone stuðningsmanna íslenska liðsins í Piccadilly Gardens í miðborg Manchester nú síðdegis.

Plötusnúðurinn Dóra Júlía Agnarsdóttir tilkynnti viðstöddum að Sólveig Anna væri sextug í dag og eftir það reis fólk úr sætum og söng afmælissönginn fyrir Sólveigu Önnu sem tók vel undir sjálf.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin