Fékk fjöldasöng í sextugsafmælisgjöf

Sólveig Anna Gunnarsdóttir er sextug í dag.
Sólveig Anna Gunnarsdóttir er sextug í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sól­veig Anna Gunn­ars­dótt­ir, móðir Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ir, landsliðskonu Íslands í knatt­spyrnu, er hvorki meira né minna en sex­tug í dag.

Sól­veig Anna er mætt til Manchester þar sem ís­lenska liðið mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­vell­in­um í Manchester í dag.

Hún lét sig ekki vanta ásamt fjöl­skyldu sinni á Fanzo­ne stuðnings­manna ís­lenska liðsins í Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester nú síðdeg­is.

Plötu­snúður­inn Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir til­kynnti viðstödd­um að Sól­veig Anna væri sex­tug í dag og eft­ir það reis fólk úr sæt­um og söng af­mæl­is­söng­inn fyr­ir Sól­veigu Önnu sem tók vel und­ir sjálf.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin