Foreldrarnir að farast úr spennu

Eunice Quason og Jón Sveinsson, foreldar Sveindísar Jane Jónsdóttur, eru …
Eunice Quason og Jón Sveinsson, foreldar Sveindísar Jane Jónsdóttur, eru mætt til Manchester. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er hætt­ur að finna fyr­ir löpp­un­um á mér og þær eru ekki al­veg eins og þær eiga að sér að vera,“ sagði kampa­kát­ur Jón Sveins­son, faðir Svein­dís­ar Jane Jóns­dótt­ur leik­manns ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is á Fanzo­ne ís­lenska liðsins við Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester í dag.

Fjöldi Íslend­inga var sam­an­kom­inn á Fanzo­ne í dag til þess að hita upp fyr­ir fyrsta leik Íslands gegn Belg­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins sem fram fer á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester klukk­an 17 að staðar­tíma.

„Við erum ótrú­lega spennt og ég hlakka mikið til að hofa á leik­inn, ég get bara ekki beðið ef ég á að vera al­veg hrein­skil­in, sagði Eunice Qua­son, móðir Svein­dís­ar.

Íslendingar voru í miklum meirihluta í Mancester í dag.
Íslend­ing­ar voru í mikl­um meiri­hluta í Mancester í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Mun öskra úr mér lung­un

For­eld­ar Svein­dís­ar eru bjart­sýn fyr­ir leik ís­lenska liðsins og spá bæði góðu gengi Íslands.

„Ég spái því því að leik­ur­inn fari 2:1 fyr­ir Íslandi. Ég held að Svein­dís skori ekki í þess­um leik en ég er sann­færð um að hún muni alla­vega leggja upp mark í dag.

Ef hún skor­ar samt þá mun ég að sjálf­sögðu öskra úr mér lung­un og fagna eins og eng­inn sé morg­undag­ur­inn,“ sagði Eunice.

„Það er ætl­ast til ansi mik­ils af henni þannig að ég ætla nú ekki að fara auka press­una á henni. Ég vona að þær vinni vel sam­an sem lið og ef þær gera það munu úr­slit­in koma,“ bætti Jón við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin