„Ég er hættur að finna fyrir löppunum á mér og þær eru ekki alveg eins og þær eiga að sér að vera,“ sagði kampakátur Jón Sveinsson, faðir Sveindísar Jane Jónsdóttur leikmanns íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is á Fanzone íslenska liðsins við Piccadilly Gardens í miðborg Manchester í dag.
Fjöldi Íslendinga var samankominn á Fanzone í dag til þess að hita upp fyrir fyrsta leik Íslands gegn Belgíu í D-riðli Evrópumótsins sem fram fer á akademíuvelli Manchester City í Manchester klukkan 17 að staðartíma.
„Við erum ótrúlega spennt og ég hlakka mikið til að hofa á leikinn, ég get bara ekki beðið ef ég á að vera alveg hreinskilin, sagði Eunice Quason, móðir Sveindísar.
Foreldar Sveindísar eru bjartsýn fyrir leik íslenska liðsins og spá bæði góðu gengi Íslands.
„Ég spái því því að leikurinn fari 2:1 fyrir Íslandi. Ég held að Sveindís skori ekki í þessum leik en ég er sannfærð um að hún muni allavega leggja upp mark í dag.
Ef hún skorar samt þá mun ég að sjálfsögðu öskra úr mér lungun og fagna eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Eunice.
„Það er ætlast til ansi mikils af henni þannig að ég ætla nú ekki að fara auka pressuna á henni. Ég vona að þær vinni vel saman sem lið og ef þær gera það munu úrslitin koma,“ bætti Jón við.