Formaðurinn og forsætisráðherrann í banastuði

Vanda Sigurgeirsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í miklu stuði.
Vanda Sigurgeirsdóttir og Katrín Jakobsdóttir voru í miklu stuði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vanda Sig­ur­geirs­dótt­ir, formaður KSÍ, og Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra eru mætt­ar til Eng­lands til þess að fylgj­ast með ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í loka­keppni Evr­ópu­móts­ins.

Fyrsti leik­ur Íslands á mót­inu er gegn Belg­íu í D-riðli keppn­inn­ar en leik­ur­inn fer fram á aka­demíu­velli Eng­ands­meist­ara Manchester City í Manchester.

Fjöldi stuðnings­manna ís­lenska liðsins var sam­an­kom­inn á Fanzo­ne í Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester í dag og þær Vanda og Katrín létu sig ekki vanta í veisl­una.

Þaðan tóku svo stuðnings­menn ís­lenska liðsins lest að Eti­had-vell­in­um, heima­velli Manchester City, og þaðan var gengið á aka­demíu­völl­inn sem er um fimm mín­útna gang­ur yfir fal­lega göngu­brú sem ligg­ur yfir Asht­on New Road.

Eggert Jó­hann­es­son ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins fangaði stemn­ing­una á leiðinni á keppn­is­völl­inn og má sjá mynd­ir af því hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin