Frakkar afgreiddu Ítali í fyrri hálfleik

Grace Geyoro fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Frakka …
Grace Geyoro fagnar einu af þremur mörkum sínum fyrir Frakka í fyrri hálfleiknum. AFP/Franck Fife

Frakk­ar voru ekki í nein­um vand­ræðum með Ítali í seinni leik dags­ins í D-riðli Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu í Rot­her­ham á Eng­land og unnu stór­sig­ur, 5:1. 

Þessi lið eru í riðli með Íslandi og Belg­íu sem skildu jöfn í Manchester fyrr í dag, 1:1.

Strax á þriðju mín­útu fengu Ítal­ir dauðafæri þegar Barbara Bon­an­sea komst ein gegn Paul­ine Payraud-Magn­in markverði Frakka sem varði glæsi­lega frá henni.

Á 9. mín­útu skoraði Grace Geyoro og kom Frökk­um yfir, 1:0.

Frakk­ar fylgdu þessu vel eft­ir og á 12. mín­útu bætti Marie-Antoinette Katoto við marki, 2:0, eft­ir fyr­ir­gjöf Sak­inu Karchaoui frá vinstri.

Engu munaði að Katoto skoraði aft­ur á 15. mín­útu þegar hún skallaði í stöng ít­alska marks­ins.

Delp­hine Cascar­ino skoraði síðan, 3:0, á 38. mín­útu með hörku­skoti rétt utan víta­teigs.

Varla var liðin mín­úta í viðbót þegar staðan var orðin 4:0 en þá slapp Geyoro inn­fyr­ir vörn­ina, lék á markvörðinn og skoraði.

Geyoro full­komnaði síðan þrenn­una á loka­mín­útu fyrri hálfleiks þegar hún kom Frökk­um í 5:0 eft­ir fyr­ir­gjöf Sandie Toletti frá vinstri.

Ítölsku kon­urn­ar gengu gjör­sigraðar af velli þegar flautað var til hálfleiks. Þær náðu hins­veg­ar að rétta sinn hlut með betri frammistöðu í síðari hálfleikn­um og á 76. mín­útu skoraði varamaður­inn  Mart­ina Piemonte, 5:1, eft­ir send­ingu frá Lisu Boatt­in.

Ítal­ir voru nærri því að minnka mun­inn enn frek­ar á loka­mín­út­un­um en Frakk­ar björguðu þá tví­veg­is á síðustu stundu.

Á fimmtu­dag leik­ur Frakk­land við Belg­íu og Ísland við Ítal­íu.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin