Fyrsti leikurinn er ekki úrslitaleikurinn

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í Manchester í dag.
Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á hliðarlínunni í Manchester í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Stig er stig,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari Íslands, í sam­tali við RÚV eft­ir 1:1 jafn­tefli gegn Belg­íu í fyrsta leik ís­lenska liðsins á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu í Manchester í dag. 

„Ég held að ég geti sagt að mér fannst liðið spila heilt yfir vel og við gerðum hlut­ina ágæt­lega. Við vor­um að skapa góða mögu­leika til að búa til færi. Heilt yfir fannst mér við sterk­ari.

En stig er stig og það er auðvitað gott að vera kom­in með stig á töfl­una. Við hefðum alltaf viljað þrjú stig í drauma­heimi en þetta er bara raun­veru­leik­inn. Mótið held­ur áfram, svipað og úr­slita­keppni í hand­bolta, fyrsti leik­ur­inn er ekki úr­slita­leik­ur­inn.“

Fannst þér liðið ná að út­færa vel það sem lagt var upp fyr­ir leik­inn?

„Já margt af því gekk eft­ir, mér fannst Belgarn­ir eiga í vand­ræðum á köfl­um að koma bolt­an­um fram á við. Við náðum að vera nokkuð þétt en svo kom kafli í fyrri hálfleik sem við vor­um í smá vand­ræðum. Heilt yfir var ég sátt­ur með leik­inn að mörgu leyti.

Við feng­um ara­gróa af horn­spyrn­um og löng­um inn­köst­um sem við náðum ekki að nýta. En við skoruðum í kjöl­farið af horn­spyrnu, gott mark,. Svo feng­um gott færi í fyrri hálfleik til að kom­ast yfir en ég er bara sátt­ur að við tök­um eitt stig og áfram gakk.“ 

Smá still­ing­ar sem þarf að gera fyr­ir fram­haldið?

„Það er bara nýr leik­ur sem við þurf­um að setj­ast yfir og und­ir­búa okk­ur fyr­ir. Ítal­ía er gott lið og hef­ur verið að sýna styrk­leika und­an­farið í úr­slit­um gegn sterk­um and­stæðing­um.“

 Lið sem þið þekkið bet­ur en Belg­ía?

„Já við spiluðum tvo leiki við þær fyr­ir um rúmu ári síðan. Eg tel okk­ur eiga al­veg ágæt­is mögu­leika gegn ítal­íu. við för­um inn í þann leik til að vinna eins og við gerðum í dag,“ sagði Þor­steinn held­ur þung­ur á því eft­ir leik.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin