Landsliðsþjálfarinn les glæpasögur rétt fyrir leik

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 1:06
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 1:06
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„Síðustu klukku­tím­ana fyr­ir leik reyn­ir maður að vera ró­leg­ur og hugsa um eitt­hvað annað en leik­inn sjálf­an,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í Dætr­um Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Þor­steinn, sem er 54 ára gam­all, er á sínu fyrstu stór­móti með ís­lenska kvenna­landsliðið en Ísland mæt­ir Belg­íu í dag í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins í Manchester.

„Ég er oft með bæk­ur með mér í verk­efn­um og fer bara að lesa, glæpa­sög­ur til dæm­is. Ég róa mig niður með því og les síðustu klukku­tím­ana fyr­ir leik, “ sagði Þor­steinn meðal ann­ars.

Þor­steinn er í nær­mynd í lokaþætt­in­um af Dætr­um Íslands en hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni með því að smella á hlekk­inn hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin