Landsliðsþjálfarinn les glæpasögur rétt fyrir leik

„Síðustu klukkutímana fyrir leik reynir maður að vera rólegur og hugsa um eitthvað annað en leikinn sjálfan,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem framleiddur er af Studio M.

Þorsteinn, sem er 54 ára gamall, er á sínu fyrstu stórmóti með íslenska kvennalandsliðið en Ísland mætir Belgíu í dag í fyrsta leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í Manchester.

„Ég er oft með bækur með mér í verkefnum og fer bara að lesa, glæpasögur til dæmis. Ég róa mig niður með því og les síðustu klukkutímana fyrir leik, “ sagði Þorsteinn meðal annars.

Þorsteinn er í nærmynd í lokaþættinum af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin