Með þrjátíu manna fylgdarlið á Englandi

Stuðningsmannasveit Guðrúnar Arnardóttir er svo sannarlega í stærri kantinum.
Stuðningsmannasveit Guðrúnar Arnardóttir er svo sannarlega í stærri kantinum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Spenn­an er að magn­ast,“ sögðu Ingi­björg María Guðmunds­dótt­ir og Örn Torfa­son, for­eldr­ar Guðrún­ar Arn­ar­dótt­ur varn­ar­manns ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við blaðamann á Fanzo­ne ís­lenska liðsins við Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester í dag.

Íslenska liðið mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City klukk­an 17 að staðar­tíma en fjöldi Íslend­inga var mætt­ur á Fanzo­ne í dag þar sem hitað var upp fyr­ir leik­inn.

„Sum­ir tala vit­leysu, aðrir tala meiri vit­leysu og svo eru aðrir sem bulla bara,“ sagði Örn í létt­um tón þegar hann var spurður út í um­mæli tengda­son­ar síns Kára Jóns­son­ar landsliðsmanns í körfu­bolta um að Örn hefði átt erfitt með svefn í nótt.

„Ég er með ótrú­leg­an fiðring í mag­an­um og ég veit satt best að segja ekki al­veg hvort þetta sé stress í mér eða bara spenna,“ sagði Ingi­björg María.

Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik ásamt Dýrfinnu Arnardóttur unnustu sinni …
Kári Jóns­son, landsliðsmaður í körfuknatt­leik ásamt Dýrfinnu Arn­ar­dótt­ur unn­ustu sinni og syst­ur Guðrún­ar. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Lífið er fót­bolti

Alls er von á 30 fjöl­skyldumeðlim­um Guðrún­ar á leik­inn í kvöld en 18 þeirra eru nú þegar mætt­ir til Manchester á meðan rest­in er á leið í flugi til borg­ar­inn­ar í þess­um skrifuðu orðum.

„Fót­bolta­fjöl­skyld­an sem stend­ur á bakvið Guðrúnu, föður­meg­in, þau eru bara svona. Það eru all­ir með og þannig hef­ur það alltaf verið. Ég held að það séu ein­hverj­ir sex hérna úr móður­fjöl­skyld­unni og rest­in er allt föður­fjöl­skyld­an,“ sagði Ingi­björg María.

„Lífið er fót­bolti, þannig er það bara. Ég spái 2:1-sigri ís­lenska liðsins en ég held að Guðrún skori ekki í dag. Hún skor­ar hins veg­ar í næsta leik gegn Ítal­íu, ég er sann­færður um það,“ bætti Örn kampa­kát­ur við.

Fjölskylda Guðrúnar Arnardóttur.
Fjöl­skylda Guðrún­ar Arn­ar­dótt­ur. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin