Myndir: Frábær stemning hjá Íslendingunum í Manchester

Fjöldi Íslendinga gerði sér glaðan dag í Manchester í dag.
Fjöldi Íslendinga gerði sér glaðan dag í Manchester í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi Íslend­inga var sam­an kom­inn á Fanzo­ne í Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester á Englandi í dag.

Íslenska kvenna­landsliðið í knatt­spyrnu mæt­ir Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts kvenna á aka­demíu­velli Manchester City í dag klukk­an 17 að staðar­tíma.

Íslend­ing­ar voru í mikl­um meiri­hluta á stuðnings­manna­svæðinu sem var fyr­ir bæði Íslend­inga og Belga.

Plötu­snúður­inn Dóra Júlía Agn­ars­dótt­ir sá um að hita upp mann­skap­inn ásamt tón­list­ar­kon­un­um Guðlaugu Sól­eyju Hösk­ulds­dótt­ur og Sól­rúnu Mjöll Kjart­ans­dótt­ur.

Þá voru meðlim­ir Tólf­unn­ar, stuðnings­manna­sveit­ar ís­lensku landsliðanna, einnig á svæðinu og tóku þeir að sjálf­sögðu vík­ingaklappið með viðstödd­um, við frá­bær­ar und­ir­tekt­ir.

Mynd­ir sem Eggert Jó­hann­es­son ljós­mynd­ari Morg­un­blaðsins tók af stemn­ing­unni í Manchester í dag má sjá hér fyr­ir neðan.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin