Öfundsjúkur út í kærustuna

Kristján Sigurðsson, kærasti Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur.
Kristján Sigurðsson, kærasti Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Leik­ur­inn gegn Belg­un­um leggst virki­lega vel í mig og ég held að við séum að fara vinna þenn­an leik,“ sagði Kristján Sig­urðsson, kær­asti landsliðs- og knatt­spyrnu­kon­unn­ar Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur, í sam­tali við mbl.is í Manchester á Englandi í dag.

Kristján var mætt­ur ásamt fjölda ís­lend­inga á Fanzo­ne í Picca­dilly Gardens í miðborg Manchester þar sem hitað var upp fyr­ir fyrsta leik Íslands gegn Belg­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins en leik­ur­inn hefst klukk­an 17 að staðar­tíma.

„Ég er ótrú­lega stolt­ur af henni og svo verð ég líka að segja það að ég öf­unda hana ógeðslega mikið,“ sagði Kristján létt­ur.

„Að spila á stór­móti fyr­ir landið sitt er eitt­hvað sem alla dreym­ir um þegar að þeir eru að al­ast upp en á sama tíma er ótrú­lega gam­an að upp­lifa þetta í gegn­um hana.

Ég er hrika­lega bjart­sýnn fyr­ir hönd ís­lenska liðsins og ef allt geng­ur að ósk­um í dag eru liðinu all­ir veg­ir fær­ir,“ bætti Kristján við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin