Ríflega tvö þúsund Íslendingar á leiknum

Mikill fjöldi Íslendinga er á leiðinni á leikinn gegn Belgíu …
Mikill fjöldi Íslendinga er á leiðinni á leikinn gegn Belgíu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknað er með ríf­lega fjög­ur þúsund áhorf­end­um á leik Íslands og Belg­íu í opn­un­ar­leik þjóðanna á EM kvenna í knatt­spyrnu sem fram fer í dag. Leik­ur­inn hefst klukk­an 16:00 í Manchester.

Íslensku stuðnings­menn­irn­ir eru í mikl­um meiri­hluta en 2000 Íslend­ing­ar verða á leikn­um og 500 Belg­ar. Þá verða 33 blaðamenn á leikn­um, 32 ljós­mynd­ar­ar og 8 sjón­varps­rétt­haf­ar með starf­semi.

Ísland er í afar sterk­um riðli með Belg­íu, Ítal­íu og Frakklandi. Síðar­nefndu liðin mæt­ast klukk­an 19:00 í kvöld.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin