Reiknað er með ríflega fjögur þúsund áhorfendum á leik Íslands og Belgíu í opnunarleik þjóðanna á EM kvenna í knattspyrnu sem fram fer í dag. Leikurinn hefst klukkan 16:00 í Manchester.
Íslensku stuðningsmennirnir eru í miklum meirihluta en 2000 Íslendingar verða á leiknum og 500 Belgar. Þá verða 33 blaðamenn á leiknum, 32 ljósmyndarar og 8 sjónvarpsrétthafar með starfsemi.
Ísland er í afar sterkum riðli með Belgíu, Ítalíu og Frakklandi. Síðarnefndu liðin mætast klukkan 19:00 í kvöld.