Stöngin út í fyrsta leik

Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir skoraði mark ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu þegar liðið mætti Belg­íu í fyrsta leik sín­um í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á Englandi í dag.

Belg­ar fengu hættu­legri mark­tæki­færi til að byrja með og Janice Caym­an og Tessa Wulla­ert áttu báðar skot að marki ís­lenska liðsins á fyrstu tíu mín­út­um leiks­ins sem Sandra Sig­urðardótt­ir varði vel í blði skipt­in.

Á 26. vann ís­lenska liðið bolt­ann of­ar­lega á vell­in­um eft­ir frá­bæra pressu Berg­lind­ar Bjarg­ar Þor­valds­dótt­ur og Karólínu Leu Vil­hjálms­dótt­ur.

Berg­lind renndi bolt­an­um svo í gegn á Svein­dísi Jane Jóns­dótt­ur sem var slopp­in ein í gegn en Svein­dís hitti bolt­ann ekki, ein gegn Nicky Evr­ard í marki Belga, og færið rann út í sand­inn.

Fjór­um mín­út­um síðar fékk ís­lenska liðið víta­spyrnu eft­ir að skot Svein­dís­ar hafnaði í hönd vinstri bakv­arðar Belg­íu.

Tess Olafs­son, dóm­ari leiks­ins, studd­ist við VAR-mynd­bands­dómgæsl­una áður en hún dæmdi víta­spyrnu og Berg­lind Björg steig á punkt­inn.

Evr­ard í marki Belga skutlaði sér hins veg­ar í rétt horn og varði spyrnu Berg­lind­ar og staðan því áfram marka­laus.

Besta færi Belga í fyrri hálfleik kom á 45. mín­útu þegar Elena Dhont fékk frítt skot í víta­teig ís­lenska liðsins eft­ir lag­legt sam­spil en hún hitti bolt­ann illa og skotið fór fram­hjá.

Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir átti síðustu marktilraun síðari hálfleiks þegar hún reyndi að skrúfa bolt­ann upp í sam­skeyt­in, rétt utan teigs, eft­ir langt innkast Svein­dís­ar en skotið fór rétt yfir markið og staðan því marka­laus í hálfleik.

Íslenska liðið byrjaði seinni hálfleik­inn af mikl­um krafti og Svein­dís Jane prjónaði sig í gegn­um varn­ar­menn Belga strax á upp­haf­smín­út­un­um. Hún átti fast skot með vinstri fæti sem Evr­ard í marki Belga varði mjög vel.

Berg­lind Björg kom svo ís­lenska liðinu yfir á 50. mín­útu þegar Karólína Lea átti frá­bæra send­ingu frá vinstri kant­in­um.

Bolt­inn barst á fjær­stöng­ina þar sem Berg­lind Björg fékk frí­an skalla og hún stangaði bolt­ann í netið af stuttu færi og staðan orðin 1:0.

Tíu mín­út­um síðar var Elena Dhont við það að sleppa í gegn­um vörn ís­lenska liðsins en Sandra kom út úr mark­inu, lokaði vel á hana, og hirti svo bolt­ann af henni.

Á 64. mín­útu fengu Belg­ar svo dæma víta­spyrnu þegar Elena Dhont fór niður í víta­teig ís­lenska liðsins eft­ir samstuð við varn­ar­menn Íslands. Just­ine Van­haeverma­et steig á punkt­inn og hún gerði eng­in mis­tök, sendi Söndru í vit­laust horn og staðan orðin 1:1.

Dagný Brynjasdótt­ir fékk gott tæki­færi til þess að kom­ast Íslandi yfir á nýj­an leik á 71. mín­útu eft­ir horn­spyrnu frá vinstri en Evr­ard í marki Belga varði meist­ara­lega frá henni.

Tessa Wulla­ert átti lúmskt skot á 79. mín­útu, rétt utan teigs, þegar hún reyndi að smyrja bolt­ann upp í sam­skeyt­in en Sandra var snögg til og varði mjög vel frá henni í horn­spyrnu.

Jafn­ræði var með liðunum á loka­mín­út­un­um og fengu bæði lið tæki­færi til þess að koma bolt­an­um í netið og svekkj­andi jafn­tefli því niðurstaðan.

Ísland er með 1 stig í riðlin­um eft­ir einn leik, líkt og Belg­ía, en síðar í dag mæt­ast Frakk­land og Ítal­ía í Rot­her­ham.

Belg­ía 1:1 Ísland opna loka
skorar úr víti Justine Vanhaevermaet (67. mín.)
Mörk
skorar Berglind Björg Þorvaldsdóttir (50. mín.)
fær gult spjald Justine Vanhaevermaet (86. mín.)
Spjöld
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með 1:1-jafntefli. Gríðarlega svekkjandi niðurstaða fyrir íslenska liðið sem fékk miklu hættulegri færi.
90 Ella Van Kerkhoven (Belgía) kemur inn á
90 Tessa Wullaert (Belgía) fer af velli
90 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Nú er það Alexandra sem á hörkuskalla en boltinn framhjá.
90 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) kemur inn á
90 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) fer af velli
90
+3 mínútur í uppbótartíma.
90 Ísland fær hornspyrnu
Aukaspyrna dæmd.
89
VÁ! Belgar að fá vítapsyrnu en hún er sem betur fer fllögguð rangstæð.
88 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Karólína með geggjað skot en boltinn rétt framhjá. Íslenska liðið vildi fá víti eftir að Sveindís átti skot í varnarmann Belga en ekkert dæmt.
87 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Karólína reynir skot úr aukaspyrnu af 35 metra færi en boltinn hátt yfir markið.
87 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Karólína reynir skot úr aukaspyrnu af 35 metra færi en boltinn hátt yfir markið.
87 Agla María Albertsdóttir (Ísland) kemur inn á
87 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) fer af velli
Fyrirliðinn af velli.
86 Justine Vanhaevermaet (Belgía) fær gult spjald
Allt of sein í tæklingu og hún straujar Dagnýju.
85
Svava Rós með hættulega fyrirgjöf frá hægri en enginn mættur í teiginn til þess að taka á móti þessu.
83
Belgar að setja smá pressu á íslenska liðið þessa stundina en Ísland verst vel.
81 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Dagný með frían skalla en hún nær ekki að stýra þessu á markið.
80 Jody Vangheluwe (Belgía) á skalla sem er varinn
Fastur skalli en Sandra vel staðsett og grípur boltann.
79 Belgía fær hornspyrnu
79 Tessa Wullaert (Belgía) á skot sem er varið
VÁ! Wullaert reynir að krulla boltann framhjá Söndru, rétt utan teigs, en Sandra ver frábærlega.
78 Hannah Eurlings (Belgía) kemur inn á
78 Elena Dhont (Belgía) fer af velli
76
Hamagangur í vítateig Belga, enn og aftur eftir langt innkast Sveindísar, en Evrard handsamar knöttinn.
74 Ísland fær hornspyrnu
Belgar hreinsa.
72 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) fer af velli
71 Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) kemur inn á
71 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Aftur stekkur Dagný hæst í teignum en núna fer skallinn yfir markið.
71 Ísland fær hornspyrnu
71 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skalla sem er varinn
VÁ! Dagný stekkur hæst í teignum og á hörkuskalla sem Evrard ver. Hún er að eiga leik lífs síns hérna.
70 Ísland fær hornspyrnu
68 Tessa Wullaert (Belgía) á skot framhjá
Wullaert reynir skot af 30 metra færi en boltinn yfir markið.
67 MARK! Justine Vanhaevermaet (Belgía) skorar úr víti
1:1 - Belgar jafna. Vanhaevermaet mjög örugg og sendir Söndru í vitlaust horn. Allt jafnt í Manchester.
64 Belgía fær víti
Belgarnir að fá vítaspyrnu! Dhont fer niður í teignum og dómarinn dæmir vítaspyrnu. Þetta virkaði ansi soft hérna úr stúkunni en ég sá þetta ekki nægilega vel því miður.
61 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
Karólína lætur bara vaða, utarlega rétt utan teigs, en Evrard grípur boltann.
60
Dhont við það að sleppa í gegn en Sandra kemur í á móti og hirðir boltann af henni. Virkilega vel gert.
60 Tine De Caigny (Belgía) á skalla sem er varinn
Fínasta skalli en Sandra handsamar þetta.
59 Julie Biesmans (Belgía) á skot sem er varið
Fast skot af 25 metra færi en boltinn beint á Söndru í markinu.
57 Belgía fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
54 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Jájá Sara Björk reynir bara hjólhestaspyrnu eftir darraðadans í vítateig belgíska liðsins en boltinn yfir markið. Frábær tilraun.
53 Ísland fær hornspyrnu
50 MARK! Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) skorar
0:1 - ÍSLAND SKORAR! Karólína með geggjaða fyrirgjöf frá hægri, eftir að Belgar höfðu hreinsað úr hornspyrnunni, og þar er Berglind Björg mætt og hún stangar boltann í markið! Ísland er komið yfir!
49 Ísland fær hornspyrnu
47 Ísland fær hornspyrnu
Boltinn endar fyrir aftan endamörk.
47 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) á skot sem er varið
DAUÐAFÆRI! Sveindís með frábæran sprett og labbar framhjá varnarmönnum Belga. Á svo fast skot með vinstri fæti sem Evrard ver mjög vel.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Þá er síðari hálfleikurinn kominn af stað og það eru Belgar sem hefja leik.
45 Hálfleikur
Hálfleikur í Manchester og staðan er markalaus. Íslenska liðið fengið tvö frábær færi, meðal annars vítaspyrnu, en boltinn hefur ekki ennþá farið í netið og liðið því jöfn.
45 Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) á skot framhjá
Boltinn dettur fyrir Glódísi eftir langt innkast frá vinstri en skot hennar frer rétt yfir markið.
45
+2 mínútur í uppbótartíma.
45 Elena Dhont (Belgía) á skot framhjá
FÆRI! Flott spil hjá belgísku liðinu og þær komast aftur fyrir Hallberu. Eiga flotta fyrirgjöf í teiginn en Dhont hittir boltann illa og hann endar fyrir aftan endamörk.
43 Ísland fær hornspyrnu
Belgar hreinsa.
42
Belgarnir hafa ekki verið neitt sérstaklega ógnandi þessar síðustu mínútur en núna eiga þær fyrirgjöf frá hægri sem siglir aftur fyrir endamörk.
39
Karólína með flottan sprett á hægri kantinum og á stórhættulega fyrirgjöf sem Evrard handsamar.
35 Ísland fær hornspyrnu
FÆRI! Varnarmenn Belga hreinsa í Dagnýju og þaðan fer boltinn rétt yfir markið.
33 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) skorar ekki úr víti
Nei nei nei nei! Belgíski markvörðurinn ver spyrnuna! Kastar sér í rétt horn og grípur boltann!
32 Ísland fær víti
Dómarinn er að dæma víti! Berglind Björg stígur á vítapunktinn og ætlar að taka þetta!
30 Belgía (Belgía) VAR
Myndbandsdómgæslan er að skoða hvort Ísland eigi að fá vítaspyrnu. Boltinn virtist fara í höndina á varnarmanni Belga. Dómarinn er að skoða þetta.
30 Ísland fær hornspyrnu
26
DAUÐAFÆRI! Berglind og Karólína vinna boltann ofarlega á vellinum. Berglind leggur hann á Sveindísi sem var komin í gegn en hún hittir ekki boltann, ein gegn Evrard! Þarna átti Ísland að skora fyrsta markið.
23 Dagný Brynjarsdóttir (Ísland) á skalla sem fer framhjá
Langt innkast frá Sveindísi frá vinstri. Belgar hreinsa beint á Sif sem sendir boltann fyrir og þar er Dagný mætt en hún nær ekki að stýra þessu á markið.
21
Sveindís enn og aftur með flottan sprett en Belgar ná að reka tánna í boltann í fyrirgjöfinni og þær hreinsa svo.
19
Belgarnir halda vel í boltann þessa stundina og leyfa íslenska liðinu lítið að snerta hann.
15
Berglind Björg með flotta pressu og Ísland vinnur boltann ofarlega á vellinum.
14 Tessa Wullaert (Belgía) á skot sem er varið
Wullaert á laust skot, rétt innan teigs, sem Sandra ver þægilega.
12 Ísland fær hornspyrnu
Hornspyrnan rennur út í sandinn eftir smá darraðadans í vítateig belgíska liðsins.
9 Janice Cayman (Belgía) á skot sem er varið
VÁ! Cayman kemst inn fyrir Sif eftir fyrirgjöf frá hægri og hún nær að reka tánna í boltann en Sandra er vel staðsett og nær að handsama boltann.
6
Frábært samspil hjá Gunnhildi og Karólínu á hægri kantinum og Gunnhildur á góða fyrirgjöf á Berglindi sem nær ekki að snúa í átt að marki.
4
Sveindís að byrja þennan leik af miklum krafti og hikar ekki við að taka hægri bakvörð Belga, Jody Vangheluwe, á.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað og það er íslenska liðið sem byrjar með boltann.
0
Þá eru þjóðsöngvarnir búnir og leikmenn íslenska liðsins tóku vel undir. Þær virka einstaklega tilbúnar í þetta og núna fer dómarinn alveg að flauta til leiks. Áfram Ísland!
0
Íslenska liðið er mætt í leikmannagönginn og allir í stúkunni eru staðnir á fætur. Það er í ótrúleg stemning hérna og það mikil spenna í loftinu. Algjörlega magnað að upplifa þetta og ég fullyrði að þetta hafi aldrei verið svona á lokamóti kvenna áður.
0
Stúkurnar eru að fyllast og það er verið að leggja alla borða á völlinn. Þetta er alveg að bresta á og liðin eru að fara ganga út á völlinn.
0
Það er frábær stemning í stúkunni hjá stuðningsmönnum beggja liða og núna rétt í þessu voru stuðningsmenn íslenska liðsins að syngja hinn þjóðsönginn okkar Ég er kominn heim. Myndband af þessum stórkostlega fjöldasöng má sjá á samfélagsmiðlum mbl.is.
0
Það er hlýtt í Manchester í dag, 26 stiga hiti, sól og gola. Fínar aðstæður fyrir fótboltaleik, kannski betri fyrir áhorfendur en fyrir leikmenn!
0
Sif Atladóttir spilar sinn 90. A-landsleik í dag og er sú fjórtánda frá upphafi til að ná þeim leikjafjölda. Þær Guðrún Arnardóttir, Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spila allar sinn 20. A-landsleik.
0
Sara Björk Gunnarsdóttir heldur áfram að ná stórum áföngum og í dag er hún fyrst Íslendinga til að spila 140 A-landsleiki í fótbolta.
0
Það er heldur ekkert óvænt að sjá í byrjunarliði Belgíu. Þeirra helstu kanónur, Tessa Wullaert, Janice Cayman, Tine De Caigny og Julie Biesmans eru allar á sínum stað.
0
Sandra í markinu, Sif, Glódís, Guðrún og Hallbera í vörninni, Gunnhildur, Dagný og Sara á miðjunni og þær Karólína, Berglind og Sveindís í framlínunni.
0
Byrjunarliðin voru að birtast rétt í þessu og Þorsteinn Halldórsson kemur ekki á óvart í liðsvali sínu. Hann hefur leik með þær sömu ellefu og hófu leikinn gegn Pólverjum á dögunum.
0
Þær eru mættar!
0
Þegar Belgía vann Ísland óvænt 1:0 árið 2012 skoraði 19 ára stúlka, Tessa Wullaert, sigurmarkið. Hún er fyrirliði Belga í dag, markahæst í sögu landsliðsins, og var í þrjú ár samherji Söru Bjarkar Gunnarsdóttur hjá Wolfsburg í Þýskalandi. Hún leikur á næsta tímabili við hlið Hildar Antonsdóttir í nýju hollensku úrvalsdeildarliði, Fortuna Sittard.
0
Ísland og Belgía hafa aðeins þrisvar áður mæst í A-landsleik kvenna. Liðin voru saman í riðli fyrir EM 2013 og gerðu þá 0:0 jafntefli á Laugardalsvellinum og Belgar unnu sinn heimaleik 1:0. Ísland vann síðan 2:1 þegar liðin mættust í Algarve-bikarnum í Portúgal árið 2016 þar sem Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið í uppbótartíma leiksins.
0
Liðin eru í D-riðli með Frakklandi og Ítalíu sem mætast í Rotherham klukkan 19 í kvöld. Tvö efstu lið riðilsins komast í átta liða úrslit en hin tvö fara heim eftir riðlakeppnina. Fyrirfram er þessi riðill talinn einn sá mest spennandi í keppninni. Frakkar eru í 3. sæti heimslista FIFA og eiga að vera sterkastir en Ítalir eru í 14. sæti, Íslendingar í 17. sæti og Belgar í 19. sæti þannig að lítill munur er talinn vera á þessum þremur liðum.
0
Velkomin með mbl.is á Manchester City Academy Stadium í Manchester þar sem íslenska kvennalandsliðið hefur keppni á Evrópumótinu klukkan 16 með leik gegn Belgum.
Sjá meira
Sjá allt

Belgía: (4-4-2) Mark: Nicky Evrard. Vörn: Jody Vangheluwe, Sari Kees, Laura De Neve, Davina Philtjens. Miðja: Janice Cayman, Justine Vanhaevermaet, Tine De Caigny, Julie Biesmans. Sókn: Elena Dhont (Hannah Eurlings 78), Tessa Wullaert (Ella Van Kerkhoven 90).
Varamenn: Diede Lemey (M), Lisa Lichtfus (M), Ella Van Kerkhoven, Amber Tysiak, Sarah Wijnants, Hannah Eurlings, Feli Delacauw, Davinia Vanmechelen, Marie Minnaert, Charlotte Tison, Laura Deloose, Kassandra Missipo.

Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Sif Atladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir. Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir , Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Agla María Albertsdóttir 87). Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 90), Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 71), Sveindís Jane Jónsdóttir.
Varamenn: Telma Ívarsdóttir (M), Auður S. Scheving (M), Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Guðný Árnadóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Amanda Andradóttir.

Skot: Belgía 9 (7) - Ísland 13 (4)
Horn: Ísland 11 - Belgía 2.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Manchester City Academy Stadium
Áhorfendafjöldi: 3.809

Leikur hefst
10. júlí 2022 16:00

Aðstæður:
Í Manchester er 26 stiga hiti, sól og gola

Dómari: Tess Olofsson, Svíþjóð
Aðstoðardómarar: Almira Spahic, Svíþjóð, og Franca Overtoom, Hollandi

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin