Þetta svíður

Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna …
Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna marki íslenska liðsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er súrt,“ sagði Guðrún Arn­ar­dótt­ir, varn­ar­maður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, eft­ir 1:1-jafn­tefli ís­lenska liðsins gegn Belg­íu í sín­um fyrsta leik í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á Englandi í dag.

„Mér fannst við betra liðið í dag og varn­ar­leik­ur­inn hjá okk­ur var góður heilt yfir. Við héld­um bet­ur í bolt­ann í seinni hálfleik og mér fannst við í raun gera nóg til þess að vinna leik­inn. Til­finn­ing­in er aðeins þannig eins og við höf­um tapað leikn­um. Þess vegna svíða úr­slit­in meira en þau ættu að gera,“ sagði Guðrún.

Guðrún, sem er 26 ára göm­ul, var að leika sinn fyrsta leik á stór­móti með landsliðinu.

„Auðvitað er ým­is­legt sem ég hefði viljað gera bet­ur en það er oft­ast þannig. Við tök­um kvöldið í kvöld í að svekkja okk­ur á þessu og svo tek­ur bara við und­ir­bún­ing­ur fyr­ir næsta leik,“ bætti Guðrún við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin