Þetta var dýfa frá mínum bæjardyrum séð

Íslensku leikmennirnir klappa fyrir áhorfendum í leikslok.
Íslensku leikmennirnir klappa fyrir áhorfendum í leikslok. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Til­finn­ing­arn­ar eru blendn­ar,“ sagði Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, bakvörður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, eft­ir 1:1-jafn­tefli ís­lenska liðsins gegn Belg­íu í sín­um fyrsta leik í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á Englandi í dag.

„Við erum komn­ar með stig, sem maður verður að vera sátt­ur við, en ég held að all­ir sem hafi horft á þenn­an leik átti sig á því að við átt­um að vinna þenn­an leik. Fyrsta til­finn­ing, strax eft­ir leik, var á þann veg að við hefðum tapað leikn­um en það þýðir ekki að fara í fýlu og það er ým­is­legt já­kvætt sem við get­um tekið með okk­ur úr leikn­um.

Þetta var virki­lega heil­steypt og þroskuð frammistaða og þær sköpuðu sér nán­ast eng­in opin mark­tæki­færi. Það þýðir hins veg­ar ekki að dvelja of lengi við þetta og núna er það bara næsti leik­ur,“ sagði Hall­bera.

Hallbera Guðný Gísladóttir í upphitun.
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir í upp­hit­un. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Leið eins og við vær­um að fara vinna

Íslenska liðið var sterk­ari aðil­inn í leikn­um og skapaði sér mun hættu­legri mark­tæki­færi.

„Mér leið all­an tím­ann eins og við vær­um að fara vinna leik­inn. Berg­lind skoraði frá­bært mark og eft­ir það hélt ég að við mynd­um klára þetta. Þær fá svo vafa­samt víti og frá mín­um bæj­ar­dyr­um séð þá var þetta dýfa. Það er auðvitað mynd­bands­dómgæsla á staðnum og allt það og við þurf­um að treysta henni en mér fannst þetta mjög ódýrt.“

Næsti leik­ur liðsins er gegn Ítal­íu á fimmtu­dag­inn þar sem ís­lenska liðið þarf á sigri að halda.

„Núna erum við bún­ar að spila leik og mótið er byrjað sem ætti að taka skrekk­inn úr okk­ur og eins og ég sagði áðan þá er ég ótrú­lega ánægð með frammistöðuna,“ sagði Hall­bera í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin