„Við erum alveg svekktar“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Sandra Sig­urðardótt­ir landsliðsmarkvörður seg­ist viður­kenna að hún sé svekkt yfir 1:1 úr­slit­un­um á móti Belg­um í kvöld. 

    „Við ætluðum nátt­úru­lega að fá þrjú stig úr þess­um leik. En hins vegn­ar virðum við al­veg þetta stig – og stig er stig,“ sagði hún að leik lokn­um. 

    „Í fljótu bragði fannst mér eins og hún sæki þetta bara,“ sagði Sandra um um­deilda víta­spyrnu sem dæmd var á Íslend­inga á sex­tug­ustu og fjórðu mín­útu og varð til þess að Belg­ar jöfnuðu. Hún seg­ist þó ekki hafa séð at­vikið vel.

    Hún seg­ist sátt með eig­in frammistöðu. 

    „Auðvitað hefði ég viljað verja þetta víti, en það er auðvitað bara svona 50/​50. Ég held að ég geti al­veg gengið sátt frá þessu.“

    mbl.is

    ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

    Útsláttarkeppnin

    ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

    Útsláttarkeppnin