This is a modal window.
Beginning of dialog window. Escape will cancel and close the window.
End of dialog window.
„Mér fannst við heilt yfir vera betri aðilinn. Belgía fékk ekki mörg færi en við fengum fullt af færum. Sérstaklega í seinni hálfleik, við stjórnuðum alveg leiknum fannst mér,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, spurð hvort að 1:1 jafntefli við Belgíu hafi verið svekkjandi úrslit í kvöld.
Hún segir að ljóst sé að nýta þurfi færin betur þar sem nóg að færum hafi gefist í leiknum. Sjálfri fannst henni erfitt að koma sér inn í leikinn í fyrri hálfleik en vinna sig vel inn í leikinn.
„Ég þarf bara að skoða þetta aftur og vonandi á ég bara góðan leik næst.“