Austurríki er með í baráttunni

Katharina Schiechtl fagnar ásamt samherjum eftir að hafa komið Austurríki …
Katharina Schiechtl fagnar ásamt samherjum eftir að hafa komið Austurríki yfir í leiknum í dag. AFP/Justin Tallis

Aust­ur­ríki sigraði Norður-Írland 2:0 í fyrri leik dags­ins í A-riðli Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu í Sout­hampt­on.

Miðvörður­inn Kat­har­ina Schiechtl skoraði á 19. mín­útu af stuttu færi eft­ir auka­spyrnu frá Sarah Puntigam, 1:0, og þannig var staðan í hálfleik.

Aust­ur­ríki var sterk­ari aðil­inn all­an tím­ann og komst í 2:0 á 88. mín­útu þegar Kat­har­ina Naschenweng bætti við marki. Þar með var sig­ur­inn í höfn.

Aust­ur­ríska liðið er þar með komið með 3 stig eins og Nor­eg­ur og Eng­land en Norður-Írar eru án stiga og nokkuð ljóst að liðið fer ekki í átta liða úr­slit­in.

Aust­ur­ríki tapaði 0:1 fyr­ir Englandi og Norður-Írland tapaði 1:4 fyr­ir Nor­egi í fyrstu um­ferð A-riðils en Nor­eg­ur og Eng­land mæt­ast klukk­an 19.

Byrjunarlið Austurríkis í dag.
Byrj­un­arlið Aust­ur­rík­is í dag. AFP/​Just­in Tall­is
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin