Ótrúlega hamingjusamur fyrir hennar hönd

Sandra Sigurðardóttir fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði íslenska liðsins gegn …
Sandra Sigurðardóttir fékk langþráð tækifæri í byrjunarliði íslenska liðsins gegn Belgíu í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ótrú­lega ham­ingju­sam­ur fyr­ir henn­ar hönd,“ sagði Ólaf­ur Pét­urs­son, mark­mannsþjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, í sam­tali við mbl.is á æf­ingu liðsins í Crewe á Englandi í dag.

Sandra Sgurðardótt­ir, markvörður ís­lenska liðsins, lék sinn fyrsta keppn­is­leik á stór­móti í gær í 1:1-jafn­tefl­inu gegn Belg­íu í D-riðli Evr­ópuy­móts­ins en hún er á sínu fjórða stór­móti með ís­lenska liðinu.

„Ég er mjög ánægður með henn­ar frammistöðu og þrátt fyr­ir að þetta hafi verið henn­ar fyrsti leik­ur á stór­móti þá er hún gríðarlega reynslu­mik­ill leikmaður.

Hún hef­ur spilað marga leiki á ferl­in­um og búin að standa sig mjög vel með landsliðinu líka á und­an­förn­um árum.

Leik­ur­inn í gær var því bara áfram­hald á henn­ar frammistöðu ef svo má segja,“ sagði Ólaf­ur.

Ólafur Pétursson, markmannsþjálfari íslenska liðsins.
Ólaf­ur Pét­urs­son, mark­mannsþjálf­ari ís­lenska liðsins. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Tókst ekki að nýta föstu leik­atriðin

Næsti leik­ur ís­lenska liðsins á EM er gegn Ítal­íu á fimmtu­dag­inn kem­ur í Manchester.

„Ég klippi og skoða öll föst leik­atriði, bæði sókn­ar- og varn­ar­lega og fer svo yfir það með liðinu alltaf dag­inn fyr­ir leik. Við vinn­um svo sam­an úr því þjálf­arat­eymið hvernig við get­um nýtt okk­ur þau sem skildi í sókn­inni og svo auðvitað hvernig sé best að verj­ast þeim hjá mót­herj­un­um.“

Íslenska liðið var með mikla yf­ir­burði í leikn­um gegn Belg­íu en tókst ekki að nýta þá sem skildi.

„Við feng­um tíu horn­spyrn­ur í gær gegn Belg­un­um en okk­ur tókst ekki að nýta þær sem skildi. Von­andi skor­um við bara tvö mörk úr föst­um leik­atriðum gegn Ítal­íu í staðinn,“ bætti Ólaf­ur við í sam­tali við mbl.is.

Það var góð stemning á æfingu íslenska liðsins í dag.
Það var góð stemn­ing á æf­ingu ís­lenska liðsins í dag. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin