Ótrúlega leiðinlegt að yfirgefa stelpurnar

Cecilía Rán Rúnarsdóttir fingurbrotnaði á æfingu á föstudaginn.
Cecilía Rán Rúnarsdóttir fingurbrotnaði á æfingu á föstudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta voru ótrúlega mikil vonbrigði,“ sagði Cecilía Rán Rúnarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í samtali við mbl.is eftir 1:1-jafntefli Íslands og Belgíu í D-riðli Evrópumótsins á akademíuvelli Manchester City í Manchester á Englandi í gær.

Cecilía fingurbrotnaði á æfingu íslenska liðsins á föstudaginn síðasta en Auður Scheving, markvörður Vals og lánsmaður hjá Aftureldingu, var kölluð inn í íslenska hópinn í stað hennar.

„Ég var á æfingu á föstudaginn og ég skutlaði mér á boltann, niðri vinsta megin. Þetta var fast skot sem lenti beint á litla puttanum á mér og hann brotnaði. Þetta hefði getað verið verra og það er því ekkert annað í stöðunni en að einblína á það jákvæða,“ sagði Cecilía.

Cecilía er á leið í aðgerð í Þýskalandi og því óvíst með framhaldið hjá henni.

„Auðvitað vil ég vera áfram með stelpunum en ég fer til Þýskalands í dag og svo í aðgerð á morgun. Ef allt gengur að óskum fæ ég að koma aftur út og hitta stelpurnar en það er ótrúlega leiðinlegt að þurfa yfirgefa þær á þessum tímapunkti,“ sagði Cecilía.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin