„Ég hef ekkert hugleitt að hætta“

Martin Sjögren í leiknum.
Martin Sjögren í leiknum. AFP/Adrian Dennis

Mart­in Sjög­ren hygg­ist ekki segja af sér eft­ir sem þjálf­ari norska landsliðsins í knatt­spyrnu þrátt fyr­ir 0:8 tap gegn Englandi á EM. Sjög­ren kem­ur frá Svíþjóð en tók við norska A-landsliði kvenna árið 2016.

Þetta var í þriðja skiptið sem Nor­eg­ur hef­ur keppt gegn gest­gjafa stór­móts und­ir stjórn Sjög­rens og þetta var þriðji tap­leik­ur­inn. Fyrst var það á EM 2017 þegar þær töpuðu 0:1 gegn Hollandi, þá gegn Frakklandi á HM árið 2019 þegar þær töpuðu 1:2 og svo í gær í stærsta tapi í úr­slita­keppni á Evr­ópu­móti kvenna, 0:8.

Sjög­ren sagði í dag: „Ég er ekki sá sem gefst upp þó móti blási. Ég hef ekk­ert hug­leitt að hætta eða draga mig í hlé frá þessu verk­efni enda væri það lé­legt.“

Sjög­ren er mikið gagn­rýnd­ur í norsk­um miðlum og mikið er rædd sú ákvörðun hans að gera ekki breyt­ing­ar fyrr en í hálfleik en þá var liðið þegar sex mörk­um und­ir.

Á blaðamanna­fundi eft­ir leik var hann spurður út í þessa ákvörðun „Við biðum eft­ir hlé­inu. Hvenær er rétti tím­inn til að beita neyðarbrems­unni? Við gerðum það í leik­hléi en feng­um á okk­ur tvö mörk til viðbót­ar. Óvíst er hvort að skipt­ing­arn­ar hefði stöðvað blæðing­una í upp­hafi hefði ég gert þær fyrr“ sagði Sví­inn.

 Sjög­ren sagði að hann þurfti hlé til að gera breyt­ing­arn­ar. „Það er alltaf auðvelt að vera vit­ur eft­ir á. Við vor­um í erfiðri stöðu eft­ir hálf­tíma. Við hefðum kannski átt að gera eitt­hvað þá en ég veit ekki hvort það hefði verið betra,“ sagði Sjög­ren.

Fyrr­um landsliðskona Nor­egs, Sol­veig Gul­brandsen, sagði að Sjög­ren hefði „kastað leik­mönn­un­um und­ir rút­una.“

Sér­fræðing­ur NRK, Al­eks­and­er Schau lýsti leikn­um sem „hryll­ings­mynd.“

„Verk­fall“ var dóm­ur knatt­spyrn­u­sér­fræðings­ins Lars Tjærnås.

„Get­ur hann haldið áfram eft­ir þetta?“ spurði Trond Johann­essen hjá VG 

„Ég er hissa á því að Nor­eg­ur hafi ekki breytt neinu fyrr. Eng­lend­ing­ar spiluðu þær sund­ur og sam­an og þjálf­ar­inn virt­ist lamaður“ sagði Jon­as Ei­devall, þjálf­ari kvennaliðs Arsenal.

Umræðan snýst helst um Sjög­ren og er mjög nei­kvæð í norsk­um fjöl­miðlum en fyr­irliði norska landsliðsins, Mar­en Mjelde, kom hon­um til varn­ar í dag. „Við ber­um mikið traust til Mart­in og höf­um mikla trú á því sem við erum að gera. Við höf­um unnið sam­an í mörg ár og all­ir bera ábyrgð á því sem ger­ist á vell­in­um.“ 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin