Þær þýsku komnar í átta liða úrslit

Klara Bühl skorar fyrir Þjóðverja á 3. mínútu í kvöld …
Klara Bühl skorar fyrir Þjóðverja á 3. mínútu í kvöld og Irene Paredes nær ekki að bjarga. AFP/Adrian Dennis

Þýska­land tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úr­slit­um Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu og jafn­framt sig­ur í B-riðlin­um með því að sigra Spán­verja á Brent­ford-vell­in­um í London, 2:0.

Þýska­land er með 6 stig og vinn­ur riðil­inn því liðið vann bæði Spán og Dan­mörku sem eru með 3 stig í öðru og þriðja sæti og eiga fyr­ir hönd­um hrein­an úr­slita­leik um að kom­ast í átta liða úr­slit. Finn­ar eru án stiga og eru úr leik fyr­ir lokaum­ferðina.

Strax á þriðju mín­útu gerði Sandra Panos af­drifa­rík mis­tök í marki Spán­ar þegar hún ætlaði að senda bolt­ann á sam­herja í víta­teign­um. Hún sendi bolt­ann beint á Klöru Bühl sem þakkaði fyr­ir sig og skoraði fyr­ir Þjóðverja, 1:0.

Spán­verj­ar sóttu tals­vert eft­ir markið en það voru hins­veg­ar Þjóðverj­ar sem skoruðu aft­ur á 36. mín­útu þegar Al­ex­andra Popp fyr­irliði þeirra skallaði bolt­ann í markið eft­ir horn­spyrnu frá hægri, 2:0. Staðan var þannig í hálfleik.

Þýska liðið hélt sín­um hlut af tals­verðu ör­yggi í síðari hálfleikn­um og þær spænsku náðu aldrei mark­inu sem þær þurftu til að eygja von um stig.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin