Annaðhvort hetja eða skúrkur

Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni gegn Belgíu.
Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni gegn Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég geri hlut­ina bara eins og ég vil gera þá,“ sagði Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í sam­tali við mbl.is á æf­ingu ís­lenska liðsins í Crewe á Englandi í vik­unni.

Ísland und­ir­býr sig nú fyr­ir mik­il­væg­an leik gegn Ítal­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins í Manchester á morg­un en Ísland gerði 1:1-jafn­tefli gegn Belg­íu í fyrsta leik sín­um á mót­inu á sunnu­dag­inn.

Fólk hef­ur verið dug­legt að tjá skoðanir sín­ar um liðsval Þor­steins á sam­fé­lags­miðlum og hafa ein­hverj­ir kallað eft­ir því að hann geri breyt­ing­ar á byrj­un­arliði sínu fyr­ir leik­inn gegn Ítal­íu.

„Mér finnst fyrst og fremst gam­an að það sé ákveðin umræða um stelp­urn­ar og ég fagna henni. Stelp­urn­ar eiga alla þessa um­fjöll­un skilið og hún á að vera fag­leg. Það má líka al­veg gagn­rýna mig enda er það hluti af því að vera landsliðsþjálf­ari Íslands. Ég tek gagn­rýn­inni ekki per­sónu­lega og við erum öll að reyna gera okk­ar besta.

Ég geri al­veg mín mis­tök og mun halda áfram að gera mín mis­tök, það er hluti af því að vera þjálf­ari. Stund­um ger­ir maður líka eitt­hvað rétt og ég er al­veg sann­færður um það að ég hefði verið al­gjör hetja ef að við hefðum unnið leik­inn á móti Belg­um. Það er því ein­stak­lega stutt á milli í þessu og ef við hefðum til dæm­is tapað leikn­um þá hefði maður verið skúrk­ur líka,“ sagði Þor­steinn. 

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Ítalíu.
Íslenska liðið und­ir­býr sig nú fyr­ir mik­il­væg­an leik gegn Ítal­íu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Skemmti sér kon­ung­lega

Þor­steinn seg­ist ekki fylgj­ast með umræðunni í kring­um liðið í fjöl­miðlum þessa dag­ana.

„Ég les þetta ekki ef ég á að vera hrein­skil­inn og reyni að spá sem minnst í þetta. Ég vissi það, þegar að ég tók við landsliðinu, að þetta væri hluti af starf­inu og sér­stak­lega núna þegar það er stór­mót í gangi.

Ég naut mín í botn á sunnu­dag­inn og mér fannst þetta ógeðslega skemmti­legt. Stuðnings­menn­irn­ir voru frá­bær­ir, um­gjörðin geggjuð og ég skemmti mér kon­ung­lega,“ bætti Þor­steinn við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin