Annaðhvort hetja eða skúrkur

Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni gegn Belgíu.
Þorsteinn Halldórsson á hliðarlínunni gegn Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég geri hlutina bara eins og ég vil gera þá,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu í samtali við mbl.is á æfingu íslenska liðsins í Crewe á Englandi í vikunni.

Ísland undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Ítalíu í D-riðli Evrópumótsins í Manchester á morgun en Ísland gerði 1:1-jafntefli gegn Belgíu í fyrsta leik sínum á mótinu á sunnudaginn.

Fólk hefur verið duglegt að tjá skoðanir sínar um liðsval Þorsteins á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir kallað eftir því að hann geri breytingar á byrjunarliði sínu fyrir leikinn gegn Ítalíu.

„Mér finnst fyrst og fremst gaman að það sé ákveðin umræða um stelpurnar og ég fagna henni. Stelpurnar eiga alla þessa umfjöllun skilið og hún á að vera fagleg. Það má líka alveg gagnrýna mig enda er það hluti af því að vera landsliðsþjálfari Íslands. Ég tek gagnrýninni ekki persónulega og við erum öll að reyna gera okkar besta.

Ég geri alveg mín mistök og mun halda áfram að gera mín mistök, það er hluti af því að vera þjálfari. Stundum gerir maður líka eitthvað rétt og ég er alveg sannfærður um það að ég hefði verið algjör hetja ef að við hefðum unnið leikinn á móti Belgum. Það er því einstaklega stutt á milli í þessu og ef við hefðum til dæmis tapað leiknum þá hefði maður verið skúrkur líka,“ sagði Þorsteinn. 

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Ítalíu.
Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir mikilvægan leik gegn Ítalíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skemmti sér konunglega

Þorsteinn segist ekki fylgjast með umræðunni í kringum liðið í fjölmiðlum þessa dagana.

„Ég les þetta ekki ef ég á að vera hreinskilinn og reyni að spá sem minnst í þetta. Ég vissi það, þegar að ég tók við landsliðinu, að þetta væri hluti af starfinu og sérstaklega núna þegar það er stórmót í gangi.

Ég naut mín í botn á sunnudaginn og mér fannst þetta ógeðslega skemmtilegt. Stuðningsmennirnir voru frábærir, umgjörðin geggjuð og ég skemmti mér konunglega,“ bætti Þorsteinn við í samtali við mbl.is.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin
Loka