Einstaklingsgæði skiluðu sænskum sigri

Hanna Bennison skoraði sigurmarkið hér.
Hanna Bennison skoraði sigurmarkið hér. AFP

Sví­ar unnu 2:1 sig­ur á Sviss­lend­ing­um í fyrri leik dags­ins á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu á Bram­all Lane í Sheffield í dag.

Svíþjóð kemst í efsta sæti riðils­ins með fjög­ur stig. Sviss er í því neðsta með eitt. 

Á ní­undu mín­útu virt­ist varn­ar­maður Svía Magda­lena Eriks­son brjóta á San­dy Maendley inn í teign­um og Marta de Aza, dóm­ari dæmdi víti. Hún fór þó tveim­ur mín­út­um síðar í VAR-skjá­inn og dró dóm­inn til baka. 

Sví­ar léku und­ir pari í fyrri hálfleikn­um og þær sviss­nesku vörðust vel. Allt var í járn­um er liðin gengu til bún­ings­klefa, 0:0. 

Fridol­ina Rol­fö kom Sví­um yfir á 53. mín­útu þegar þær sænsku gal­opnuðu vörn Sviss. Kosovare Asll­ani sendi Rol­fö í gegn sem setti bolt­ann und­ir Gaëlle Thal­mann í marki Sviss, 1:0. 

Fridolina Rolfö og Stina Blackstenius fagna marki Svía.
Fridol­ina Rol­fö og Stina Blackstenius fagna marki Svía. AFP

Ramona Bachmann var þó ekki lengi að kvitta fyr­ir því hún jafnaði met­in aðeins tveim­ur mín­út­um síðar, þá féll bolt­inn fyr­ir hana inn í víta­teign­um og hún lagði hann fal­lega í fjær­hornið, 1:1. 

Hin ótrúlega Ramona Bachmann fangar marki sínu.
Hin ótrú­lega Ramona Bachmann fang­ar marki sínu. AFP

Á 79. mín­útu kom fékk Hanna Benn­i­son bolt­ann frá Rol­fö fyr­ir utan víta­teig­inn og setti hann glæsi­lega fram­hjá Thal­mann í marki Sviss, 2:1.

Re­becka Blomqvist hélt hún hefði komið Sví­um í 3:1 á 88. mín­útu er hún setti bolt­ann fram­hjá Thal­mann. Markið fór þó í gegn­um mynd­bands­dóm og rang­stæða dæmd. 

Þær sænsku voru mun betri í síðari há­fleik og sýndu sitt rétta and­lit en fleiri urðu mörk­in ekki og við stóð, 2:1 fyr­ir Svíþjóð sem mæt­ir Portúgal í loka­leik riðils­ins á sunnu­dag­inn kem­ur. Sviss mæt­ir Hollandi sama dag. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin