Eitthvað sem ég fékk aldrei að upplifa

Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ræða máli fyrir æfingu …
Dagný Brynjarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir ræða máli fyrir æfingu íslenska liðsins í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það var ótrú­lega gott að fá Brynj­ar Atla í fangið strax eft­ir leik­inn gegn Belg­íu,“ sagði Dagný Brynj­ars­dótt­ir, miðjumaður ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu, á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins á aka­demíu­vell­in­um í Manchester í dag.

Dagný var að leika sinn 103. A-lands­leik á ferl­in­um gegn Belg­íu á sunnu­dag­inn síðasta en hún eignaðist sitt fyrsta barn, son­inn Brynj­ar Atla, í júní árið 2018.

Hún er samn­ings­bund­in West Ham á Englandi en hún er marka­hæsti leikmaður­inn í ís­lenska hópn­um með 34 mörk.

„Þegar að ég var lít­il þá dreymdi mig um að vera bolta­sæk­ir á svona stór­leikj­um, eða að fá að leiða leik­mann inn á völl­inn,“ sagði Dagný.

„Þetta var eitt­hvað sem ég fékk aldrei að upp­lifa og það var því ótrú­lega gam­an að fá hann aðeins inn á völl­inn og leyfa hon­um að upp­lifa þetta á sinn hátt.

Ég var í burtu frá hon­um í ein­hverj­ar tvær vik­ur og það var því ótrú­lega gott að eyða smá tíma með hon­um á vell­in­um, þó það hafi ekki verið lang­ur tími,“ bætti Dagný við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin