„Fólk hefur ekkert brjálaða trú á Íslandi“

Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu á sunnudaginn.
Byrjunarlið Íslands gegn Belgíu á sunnudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Hin liðin í riðlin­um horfa klár­lega á okk­ur og hugsa að þar liggi þeirra stærstu mögu­leik­ar á að ná í úr­slit,“ sagði fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliðinn Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um riðil Íslands á Evr­ópu­móti kvenna í knatt­spyrnu sem fram fer á Englandi.

Ísland mæt­ir Ítal­íu í afar þýðing­ar­mikl­um leik í Manchester í dag en Ísland þarf helst á sigri að halda til þess að kom­ast áfram í 8-liða úr­slit móts­ins.

„Fólk hef­ur ekk­ert brjálaða trú á Íslandi og maður fann fyr­ir því þegar maður var sjálf­ur að spila í Þýskalandi, Svíþjóð og Dan­mörku til dæm­is, “ sagði Mar­grét Lára.

„Það verður ef­laust alltaf þannig, ekki nema þá að við verðum heims­meist­ar­ar eða Ólymp­íu­meist­ar­ar,“ sagði Mar­grét Lára í létt­um tón.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin