Forsetinn mættur til Englands

Forsetinn er mættur að styðja kvennalandsliðið.
Forsetinn er mættur að styðja kvennalandsliðið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er mættur til Englands til þess að fylgjast og styðja við bakið á íslenska kvennalandsliðinu í knattspyrnu þegar það mætir Ítalíu í öðrum leik sínum í D-riðli Evrópumótsins í Manchester á morgun.

Þetta staðfesti Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, í samtali við mbl.is en Guðni mun hitta leikmenn, þjálfara og starfslið íslenska liðsins á liðshóteli þeirra í Crewe í hádeginu.

Hann mun snæða hádegisverð með liðinu en Lilja Alfreðsdóttir, ferða-, viðskipta- og menningarmálaráðherra, verður einnig með í för.

Íslenska liðið undirbýr sig nú fyrir leikinn mikilvæga gegn Ítalíu en Ísland er með 1 stig í D-riðlinum á meðan Ítalía er án stiga.

Bæði lið þurfa því nauðsynlega á sigri að halda til þess að auka möguleika sína á sæti í 8-liða úrslitunum en leikurinn hefst klukkan 17 að staðartíma.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin