Með fullt af vopnum á bekknum

Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir á æfingu íslenska …
Elín Metta Jensen og Svava Rós Guðmundsdóttir á æfingu íslenska liðsins á mánudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er eng­inn sem verðskuld­ar það að setj­ast á bekk­inn,“ sagði fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliðinn Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um mögu­legt byrj­un­arlið ís­lenska liðsins gegn Ítal­íu í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á morg­un.

Ísland þarf nauðsyn­lega á sigri að halda eft­ir jafn­tefli í fyrsta leik gegn Belg­íu en Ísland og Ítal­ía mæt­ast á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester klukk­an 17 á morg­un að staðar­tíma.

„Ef að Steini fer í ein­hverj­ar breyt­ing­ar þá er það bara til þess að auka sókn­arþunga liðsins,“ sagði Mar­grét Lára.

„Ef ekki þá er hann með fullt af vopn­um á bekkn­um sem eru til­bú­in að koma inn á,“ bætti Mar­grét Lára við.

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin