„Það er enginn sem verðskuldar það að setjast á bekkinn,“ sagði fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir í Dætrum Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um mögulegt byrjunarlið íslenska liðsins gegn Ítalíu í D-riðli Evrópumótsins á morgun.
Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda eftir jafntefli í fyrsta leik gegn Belgíu en Ísland og Ítalía mætast á akademíuvelli Manchester City í Manchester klukkan 17 á morgun að staðartíma.
„Ef að Steini fer í einhverjar breytingar þá er það bara til þess að auka sóknarþunga liðsins,“ sagði Margrét Lára.
„Ef ekki þá er hann með fullt af vopnum á bekknum sem eru tilbúin að koma inn á,“ bætti Margrét Lára við.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.