Ómetanleg reynsla eldri leikmannanna

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sif Atladóttir fara yfir málin eftir …
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sif Atladóttir fara yfir málin eftir leikinn gegn Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi reynsla sem eldri leik­menn liðsins koma með inn í hóp­inn er ómet­an­leg,“ sagði fyrr­ver­andi landsliðsfyr­irliðinn Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir í Dætr­um Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um sam­setn­ing­una á leik­manna­hóp ís­lenska kvenna­landsliðsins á Evr­ópu­mót­inu.

Ein­hverj­ir hafa kallað eft­ir því á sam­fé­lags­miðlum að yngri leik­menn fái tæki­færi gegn Ítal­íu á morg­un, sér­stak­lega á miðsvæðinu, en Ísland þarf nauðsyn­lega á sigri að halda til þess að auka mögu­leika sína um sæti í átta liða úr­slit­un­um.

„Nær­vera þeirra í hópn­um er svo gríðarlega mik­il­væg og þær eru meðal ann­ars þarna til þess að hjálpa þeim að taka þessi fyrstu skref á stór­móti,“ sagði Mar­grét Lára.

„Yngri leik­menn liðsins munu á ein­hverj­um tíma­puntki en sú þróun þarf að vera eðli­leg og í ákveðnum skref­um,“ bætti Mar­grét Lára við. 

Hægt er að hlusta á þátt­inn í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir neðan. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin