„Þessi reynsla sem eldri leikmenn liðsins koma með inn í hópinn er ómetanleg,“ sagði fyrrverandi landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir í Dætrum Íslands, EM-hlaðvarpi mbl.is, þegar rætt var um samsetninguna á leikmannahóp íslenska kvennalandsliðsins á Evrópumótinu.
Einhverjir hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að yngri leikmenn fái tækifæri gegn Ítalíu á morgun, sérstaklega á miðsvæðinu, en Ísland þarf nauðsynlega á sigri að halda til þess að auka möguleika sína um sæti í átta liða úrslitunum.
„Nærvera þeirra í hópnum er svo gríðarlega mikilvæg og þær eru meðal annars þarna til þess að hjálpa þeim að taka þessi fyrstu skref á stórmóti,“ sagði Margrét Lára.
„Yngri leikmenn liðsins munu á einhverjum tímapuntki en sú þróun þarf að vera eðlileg og í ákveðnum skrefum,“ bætti Margrét Lára við.
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.