Önnur alvarleg meiðsli í herbúðum Íslands?

Telma Ívarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir á æfingu Íslands í Crewe.
Telma Ívarsdóttir og Sandra Sigurðardóttir á æfingu Íslands í Crewe. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Telma Ívarsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, meiddist á æfingu liðsins í Crewe í morgun.

Þetta tilkynnti landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson á blaðamannafundi íslenska liðsins á akademíuvellinum í Manchester í dag.

Cecilía Rán Rúnarsdóttir fingurbrotnaði á æfingu liðsins á föstudaginn síðasta en Auður Scheving var kölluð inn í hópinn í hennar stað.

„Telma meiddist aðeins á æfingunni áðan,“ sagði landsliðsþjálfarinn.

„Við vitum ekki hversu alvarlegt þetta er og ég fékk bara að heyra af þessu þegar ég var á leiðinni á blaðamannafundinn að hitta ykkur.

„Við tökum stöðuna á þessu seinna í dag og hvort við munum þurfa að grípa til einhverra ráðstafanna,“ bætti Þorsteinn við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin