Sara Björk og Sveindís í uppáhaldi

Karítas Svava Karlsdóttir, Svala Margrét Jónsdóttir og Elvar Guðni Karlsson.
Karítas Svava Karlsdóttir, Svala Margrét Jónsdóttir og Elvar Guðni Karlsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum hérna til þess að fylgjast með íslenska landsliðinu,“ sögðu þau Svala Margrét Jónsdóttir, Karítas Svava Karlsdóttir og Elvar Guðni Karlsson í samtali við mbl.is í Manchester í gær.

Fjöldi Íslendinga er samankominn í Manchester þessa dagana þar sem íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tekur þátt í lokakeppni Evrópumótsins.

Svala Margrét 10 ára, Karítas Svava 11 ára og Elvar Guðni 7 ára eru í hópi yngri stuðningsmanna íslenska liðsins á mótinu en þau æfa öll fótbolta og hafa tröllatrú á íslenska liðinu.

„Sara Björk Gunnarsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir eru í sérstöku uppáhaldi hjá okkur,“ sögðu þær Svala og Karítas.

„Sandra er minn uppáhaldsleikmaður því að hún er markmaður, alveg eins og ég,“ bætti Elvar Guðni við.

„Við höfum mikla trú á stelpunum og þær eru að fara vinna Ítalíu,“ bættu krakkarnir kampakátir við í samtali við mbl.is.

Krakkarnir ásamt fjölskyldum sínum í Piccadilly Gardens í Manchester.
Krakkarnir ásamt fjölskyldum sínum í Piccadilly Gardens í Manchester. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin