„Það svarar þessari spurningu“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti mjög góðan leik gegn Belgíu.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti mjög góðan leik gegn Belgíu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mik­il umræða skapaðist um það á sam­fé­lags­miðlum eft­ir leik Belg­íu og Íslands í D-riðli Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu í Manchester að Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir ætti mögu­lega að spila sem miðjumaður í ís­lenska liðinu.

Karólína Lea, sem er tví­tug, lék sem vinstri kant­maður í leikn­um þó hún og Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir, hinn kant­maður ís­lenska liðsins, hafi reynd­ar verið dug­leg­ar að skipta um stöðu á meðan leik stóð.

Þor­steinn Hall­dórs­son var spurður út í þessa umræðu á blaðamanna­fundi ís­lenska liðsins á aka­demíu­velli Manchester City og þá hvort hann hyggðist gera ein­hverj­ar breyt­ing­ar fyr­ir leik­inn mik­il­væga gegn Ítal­íu á morg­un.

„Ég held að marg­ir fjöl­miðlar hérna inni hafi valið Karólínu sem mann leiks­ins,“ sagði Þor­steinn.

„Það svar­ar þess­ari spurn­ingu,“ bætti Þor­steinn við.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin