„Bara svekkelsi“

Berglind Björg Þorvaldsdóttir.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Berglind Björg Þorvaldsdóttir landsliðskona í knattspyrnu segir að næsti leikur landsliðsins gegn Frakklandi á mánudaginn verði verðugt verkefni. 

Spurð út í fyrstu viðbrögð eftir leikinn gegn Ítalíu í dag, sem fór 1:1, segir Berglind: „Bara svekkelsi. Við komum í þennan leik til þess að vinna og jafntefli í dag. Við verðum bara að taka því“.

Þar sem Frakkland sigraði lið Belgíu í kvöld er íslenska liðið í vænni stöðu en margt ræðst sömuleiðis á úrslitum í leik Belgíu og Ítalíu sem fer fram á sama tíma og leikur Íslands og Frakklands. Berglind ætlaði sér beint upp á hótel að fylgjast með leik Frakka og Belga og leggjast á bæn eftir leikinn. 

Gríðarlega erfitt

Sjálf segist Berglind hafa viljað gera meira í leiknum. „Ég var mikið í hlaupum og að pressa, þetta var gríðarlega erfitt. Við náðum ekki að stíga nógu mikið upp og sækja á þær, það er pínu svekkjandi – en við vorum mikið í vörn í dag.“

Hún segir lið Ítalíu mjög sterkt og leikmenn þess spila í bestu liðum á Ítalíu „en vissulega eigum við að getað strítt þeim.“

„Við hefðum getað komið okkur í betri stöðu fram á við og gert meira. Við fengum ekki mikið af föstum leikatriðum í dag,“ segir Berglind spurð hvað betur hefði mátti fara hjá liðinu í heild. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin