Brosti bara og tók utan um hana

Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik.
Glódís Perla Viggósdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir eftir leik. AFP

„Við hefðum getað unnið þenn­an leik,“ sagði svekkt­ur Þor­steinn Hall­dórs­son, þjálf­ari ís­lenska landsliðsins, eft­ir 1:1 jafn­tefli gegn Ítal­íu í öðrum leik Íslands á Evr­ópu­móti kvenna í fót­bolta í Manchester í dag. 

„Ég veit það ekki maður, ég veit það ekki. Þetta var erfiður leik­ur, þær lágu á okk­ur en heilt yfir sköpuðum við okk­ur ágæt­is færi til að skora líka. Spila­lega séð vor­um við ekki að spila okk­ar besta leik, við vörðumst ágæt­lega á köfl­um en vor­um í smá brasi í upp­spil­inu.

Ítal­ir gerðu tölu­verðar breyt­ing­ar frá leikn­um gegn Frakklandi bæði taktíst­lega séð og á leik­mönn­um. Það ætti ekki að koma okk­ur á óvart nema það að þær spiluðu mun aft­ar en maður bjóst við með varn­ar­lín­una. Þær hafa aldrei gert það áður sama hver mót­herj­inn er.  Við náðum ekki að leysa það nógu vel en við hefðum al­veg getað unnið þenn­an leik.

Við ætluðum að þrýsta þær aft­ar ef þær yrðu hátt með lín­una og ef svæðin mynduðust af því þær höfðu verið hátt með lín­una gegn Frakklandi og ekki með svaka pressu á bolt­an­um. Svo lágu þær aft­ar­lega með lín­una þannig það var ekki hægt að spila mikið bakvið . Það voru að mynd­ast pláss á milli en við vor­um ekki að finna þau og vor­um of fljót að rjúka af stað og lét­um þær stýra því hvert bolt­inn fór.“ 

En þetta var drauma­byrj­un á leikn­um?

„Já við feng­um góða byrj­un og góða hluti að fara inn í hálfleik­inn með 1:0 og var það fínt. Manni fannst eng­in svaka hætta í fyrri hálfleik svo kom kafli í síðari hálfleik þar sem þær lágu á okk­ur og náðu að opna okk­ur og þær voru lík­leg­ar en við stóðumst það. Og svo kem­ur þetta mark sem var smá klaufagang­ur í kring­um.“ 

Riðil­inn er en gal­op­in?

„Ef að frakk­ar vinna Belg­íu á eft­ir þá er þetta ennþá í okk­ar hönd­um, það er ekki flókn­ara en það. Ég sagði það í viðtali fyr­ir leik að við vild­um hafa það þannig að við vild­um stýra því hvort við kom­umst áfram eða ekki. Ef Frakk­ar vinna á eft­ir þá er hrein úr­slita­leik­ur á mánu­dag­inn og það er bara næsti leik­ur áfram gakk og vinna Frakka.“ 

Þú tókst á móti Karólínu þegar hún fór af velli svekkt, viltu deila því hvað fór ykk­ar á milli?

„Ég held að ég hafi ekki sagt neitt við hana ég bara brosti til henn­ar og tók utan um hana, held að það hafi ekki verið flókn­ara en það,“ sagði Þor­steinn að lok­um í sam­tali við RÚV eft­ir leik. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka