Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari í knattspyrnu gerir eina breytingu á byrjunarliði Íslands fyrir leikinn gegn Ítalíu í lokakeppni Evrópumótsins sem hefst í Manchester klukkan 16.
Elísa Viðarsdóttir kemur í stöðu hægri bakvarðar í stað Sifjar Atladóttur.
Liðið hefur verið birt og er þannig skipað:
Mark:
Sandra Sigurðardóttir
Vörn:
Elísa Viðarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Guðrún Arnardóttir
Hallbera Guðný Gísladóttir
Miðja:
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Dagný Brynjarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir fyrirliði
Sókn:
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Sveindís Jane Jónsdóttir