Fengu miða á EM í jólagjöf

Stelpurnar sextán úr HK eru loksins mættar á Evrópumótið.
Stelpurnar sextán úr HK eru loksins mættar á Evrópumótið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum hérna með 16 stelp­um úr HK og fjöl­skyld­um þeirra,“ sögðu mæðgurn­ar Íris Hrund Þor­steins­dótt­ir og Kar­en Fjóla Kristjáns­dótt­ir í sam­tali við mbl.is á Fanzo­ne stuðnings­manna ís­lenska kvenna­landsliðsins í knatt­spyrnu í Picca­dilly Gardens í Manchester í dag.

Ísland mæt­ir Ítal­íu í sín­um öðrum leik í D-riðli Evr­ópu­móts­ins á aka­demíu­velli Manchester City klukk­an 17 að staðar­tíma en Íris Hrund og Kar­en Fjóla komu til Eng­lands í gær.

„Við feng­um all­ar miða á Evr­ópu­mótið í jóla­gjöf frá fjöl­skyld­um okk­ar,“ sagði Kar­en Fjóla sem er 11 ára göm­ul.

Sara Björk Gunnarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir fagna …
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Dagný Brynj­ars­dótt­ir og Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir fagna marki ís­lenska liðsins gegn Belg­íu. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Flugu út eft­ir síma­mótið

Íris Hrund er á sínu öðru stór­móti en hún fylgdi karlaliðinu til Frakk­lands sum­arið 2016.

„Mér finnst stemn­ing­in mjög svipuð hérna og á EM í Frakklandi árið 2016,“ sagði Íris Hrund.

„Kar­en dótt­ir mín fékk þá hug­mynd að fara á EM á síðasta ári og ég hafði sam­band við fólk í kring­um okk­ur sem tók virki­lega vel í hug­mynd­ina. Svo hafa fleiri bæst við í hóp­inn, eins og til dæm­is ömm­ur og afar, þannig að þetta er í raun bæði mæðgna- og fjöl­skyldu­ferð hjá okk­ur.

Við kláruðum Síma­mótið á sunnu­dag­inn og flug­um svo beint út eft­ir það og við gæt­um ekki verið spennt­ari fyr­ir leikn­um á eft­ir,“ bætti Íris Hrund við í sam­tali við mbl.is.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin