„Guðni gaf okkur ótrúlega gott pepp“

Guðni Th. Jóhannesson hitti leikmenn og starfslið íslenska kvennalandsliðsins í …
Guðni Th. Jóhannesson hitti leikmenn og starfslið íslenska kvennalandsliðsins í gær. Ljósmynd/@footballiceland

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Lilja Alfreðsdóttir, ferða-, viðskipta- og menn­ing­ar­málaráðherra, heimsóttu leikmenn og starfslið íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu á liðshótel þeirra í Crewe í gær.

Heimsóknin var kærkomin fyrir bæði leikmenn og þjálfara liðsins en hún var til umræðu á blaðamannafundi íslenska liðsins á akademíuvelli Manchester City í Manchester í gær.

„Guðni gaf okkur ótrúlega gott pepp,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður íslenska liðsins á fundinum.

„Hann tjáði okkur það að við værum allar miklar fyrirmyndir, bæði fyrir börn og fullorðna og við tökum því hlutverki alvarlega. Hann sagðist vera stoltur af okkur og að öll þjóðin stæði á bakvið okkur sem við vissum auðvitað en það var virkilega gaman að heyra það frá honum,“ sagði Dagný.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska liðsins, tók í sama streng.

„Það er alltaf gaman að fá ný andlit á liðshótelið, sérstaklega núna þegar við erum búin að vera horfa í andlitið á hvort öðru í ansi langað tíma,“ sagði Þorsteinn.

„Það var virkilega gaman að hitta Guðna og Lilju og börnin þeirra auðvitað. Þetta eru flottir fulltrúar okkar,“ bætti Þorsteinn við.

Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi …
Dagný Brynjarsdóttir og Þorsteinn Halldórsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska liðsins í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin