Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom Íslandi yfir eftir aðeins þriggja mínútna leik gegn Ítalíu í öðrum leik liðsins á Evrópumóti kvenna í knattspyrnu í dag.
Sveindís Jane Jónsdóttir tók langt innkast, boltinn fór áfram af varnarmanni Ítala þeir náðu ekki að hreinsa frá marki. Boltinn datt fyrir Karólínu sem hamraði honum í samskeytin.
Hér fyrir neðan má sjá mark Karólínu á Twitter-síðu RÚV.
KARÓLÍNA LEA VILHJÁLMSDÓTTIR KEMUR ÍSLANDI YFIR STRAX Á 3. MÍNÚTU!!! pic.twitter.com/NeCPklyaHG
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) July 14, 2022