Leikur Íslands og Ítalíu er í dag klukkan 16.00 og verður spilaður á akademíuleikvangi Manchester City. Sá leikvangur er sá minnsti sem notast er við í keppnina en íslenskir stuðningsmenn munu fjölmenna þangað í dag.
Búist er við um 4.000 áhorfendum og þar af eru 2.000 íslenskir stuðningsmenn og mun því „bláa hafið“ af íslenskum stuðningsmönnum eiga helming stúkunnar.
Ítalskir stuðningsmenn eru í kringum 120 manns. Gaman er að nefna að á Ítalíu búa í kringum 59 milljón manns en á Íslandi í kringum 360 þúsund manns.
Skráðir eru 35 blaðamenn, 31 ljósmyndari, 1 útvarpsstöð með lýsingu og 9 sjónvarpsstöðvar með starfsemi á leiknum sem eru þá með lýsingu á leiknum og/eða stúdíó.