Ísland á helming áhorfenda

Brot af stuðningsfólki Íslands í leiknum á móti Belgíu.
Brot af stuðningsfólki Íslands í leiknum á móti Belgíu. Eggert Jóhannesson/mbl.is

Leik­ur Íslands og Ítal­íu er í dag klukk­an 16.00 og verður spilaður á aka­demíu­leik­vangi Manchester City. Sá leik­vang­ur er sá minnsti sem not­ast er við í keppn­ina en ís­lensk­ir stuðnings­menn munu fjöl­menna þangað í dag.

Bú­ist er við um 4.000 áhorf­end­um og þar af eru 2.000 ís­lensk­ir stuðnings­menn og mun því „bláa hafið“ af ís­lensk­um stuðnings­mönn­um eiga helm­ing stúk­unn­ar.

Ítalsk­ir stuðnings­menn eru í kring­um 120 manns. Gam­an er að nefna að á Ítal­íu búa í kring­um 59 millj­ón manns en á Íslandi í kring­um 360 þúsund manns.

Skráðir eru 35 blaðamenn, 31 ljós­mynd­ari, 1 út­varps­stöð með lýs­ingu og 9 sjón­varps­stöðvar með starf­semi á leikn­um sem eru þá með lýs­ingu á leikn­um og/​eða stúd­íó. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka