Vonin lifir eftir dramatískt jafntefli

Ísland gerði sitt annað jafn­tefli í loka­keppni Evr­ópu­móts kvenna í knatt­spyrnu þegar liðið mætti Ítal­íu í D-riðli keppn­inn­ar á aka­demíu­velli Manchester City í Manchester á Englandi í dag.

Leikn­um lauk með 1:1-jafn­tefli en Karólína Lea Vil­hjálms­dótt­ir kom Íslandi yfir strax á 3. mín­útu. Svein­dís Jane Jóns­dótt­ir tók þá langt innkast frá vinstri og Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir skallaði bolt­ann áfram á nær­stöng­inni.

Ítal­ir náðu ekki að hreinsa frá marki og bolt­inn datt fyr­ir Karólínu Leu sem kom á ferðinni og átti þrumu­skot sem söng upp í sam­skeyt­un­um og staðan orðin 1:0.

Fimm mín­út­um síðar datt bolt­inn fyr­ir Söru Björk Gunn­ars­dótt­ur sem var óvölduð í víta­teig ít­alska liðsins eft­ir horn­spyrnu. Sara snéri baki í markið en náði fínu skoti á markið sem fór rétt yfir.

Ítal­irn­ir hresst­ust við þetta og settu góða pressu á ís­lenska liðið sem gekk illa að halda í bolt­ann.

Mart­ina Piemonte átti nokkr­ar skottilraun­ir utan teigs en henni gekk illa að koma bolt­an­um á markið.

Svein­dís Jane komst svo í fínt færi á 23. mín­útu en hún ákvað að láta vaða úr þröngu færi hægri meg­in og bolt­inn í hliðarnetið.

Leik­ur­inn var al­gjör­lega eign ít­alska liðsins eft­ir þetta og þær voru ná­lægt því að jafna met­in nokkr­um sinn­um.

Piemonte fékk fínt færi á 26. mín­útu þegar hún fékk frítt skot í teign­um en hún hitti bolt­ann illa og hann fór fram­hjá mark­inu. Valent­ina Giac­inti fékk fínt færi mín­útu síðar en skotið fór líka fram­hjá mark­inu.

Und­ir lok fyrri hálfleiks settu Ítal­ir mikla pressu á ís­lenska liðið en varmar­menn Íslands vörðust vel og Ísland leiddi með einu marki í hálfleik, 1:0.

Sara Björk fékk fyrsta færi ís­lenska liðið í síðari hálfleik en skot henn­ar af 25 metra færi fór fram­hjá mark­inu.

Ítal­ir jöfnuðu met­in á 62. mín­útu þegar Barbara Bon­an­sea átti lag­leg­an sprett upp vinstri kant­inn. Hún lagði bolt­ann fyr­ir markið á Valent­inu Bergam­aschi sem stýrði bolt­an­um í netið af stuttu færi út teign­um og staðan orðin 1:1.

Bon­an­sea átti hörku­skot á 73. mín­útu, rétt utan teigs, en bolt­inn hafnaði í stöng­inni inn­an­verði. Gló­dís Perla var fyrst að átta sig og náði að koma bolt­an­um í burtu á síðustu stundu.

Eft­ir þetta hófst mik­il skot­hríð við mark ís­lenska liðsins. Flam­inia Simo­netti átti hörku­skot rétt fram­hjá marki ís­lenska liðsins mín­útu síðar og Bon­an­sea átti fast skot, mín­útu síðar, sem fór rétt fram­hjá.

Karólína Lea fékk besta færi ís­lenska liðsins á 87. mín­útu þegar Agla María Al­berts­dótt­ir átta góða send­ingu inn fyr­ir á Svein­dísi. Svein­dís lagði bolt­ann út í teig­inn á Karólína sem hitti bolt­ann illa og hann fór rétt fram­hjá mark­inu.

Tveim­ur mín­út­um síðar átti Svava Rós Guðmunds­dótt­ir lag­leg­an sprett upp hægri kant­inn, sendi bolt­ann út í teig­inn á Svein­dísi en hún náði ekki að taka bolt­ann með sér í teign­um.

Ísland er með 2 stig í öðru sæti riðils­ins og þarf á sigri að halda gegn Frakklandi, sem er með 3 stig, í loka­leikn­um en Frakk­ar mæta Belg­íu í Rot­her­ham síðar í dag. Ítal­ía er með 1 stig í neðsta sæt­inu en Belg­ar eru með 1 stig í þriðja sæt­inu.

Ef Frakk­land vinn­ur Belga í seinni leik dags­ins gæti Íslandi dugað jafn­tefli í loka­leikn­um, gegn því að Belg­ía og Ítal­ía geri jafn­tefli í lokaum­ferð riðlakeppn­inn­ar. Ef Ítal­ía vinn­ur hins veg­ar Belg­íu þarf Ísland að vinna Frakk­land til þess að kom­ast áfram.

Ísland 1:1 Ítal­ía opna loka
skorar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (3. mín.)
Mörk
skorar Valentina Bergamaschi (62. mín.)
mín.
90 Leik lokið
Leik lokið með 1:1-jafntefli. Ólíkt fyrsta leiknum þá var slapp Ísland með skrekkinn í þessum og við tökum þessu stigi fagnandi.
90 Barbara Bonansea (Ítalía ) á skot framhjá
Skot sem er allan tímann á leiðinni framhjá markinu.
90
+3 mínútur í uppbótartíma.
89
FÆRI! Ísland vinnur boltann ofarlega á vellinum og Svava Rós á sendingu á Sveindísi sem nær ekki að snúa með boltann.
87 Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Ísland) kemur inn á
87 Hallbera Guðný Gísladóttir (Ísland) fer af velli
87 Selma Sól Magnúsdóttir (Ísland) kemur inn á
87 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) fer af velli
87 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Karólína Lea ein í vítateig ítalska liðsins en skotið framhjá!
86
VÁ! Hætta við mark íslenska liðsins en Sandra handsamar knöttinn.
85 Daniela Sabatino (Ítalía ) kemur inn á
85 Valentina Giacinti (Ítalía ) fer af velli
83 Barbara Bonansea (Ítalía ) á skot sem er varið
Bonansea með skot sem fer af varnarmönnum íslenska liðsins og beint í hendurnar á Söndru.
79 Ítalía fær hornspyrnu
Sandra grípur boltann.
79
VÁ! Ítalarnir við það að sleppa í gegn en Hallbera bjargar þessu.
78 Svava Rós Guðmundsdóttir (Ísland) kemur inn á
78 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) fer af velli
76 Ítalía fær hornspyrnu
ÍSland hreinsar.
75 Barbara Bonansea (Ítalía ) á skot framhjá
Bonansea aftur að minna á sig. Skot úr teignum sem fer rétt framhjá. Þetta getur bara endað á einn veg.
74 Flaminia Simonetti (Ítalía ) á skot framhjá
Simonetti á núna skot eftir misheppnaða hreinsun og boltinn fer frétt framhjá!
73 Barbara Bonansea (Ítalía ) á skot í stöng
VÁ! Bonansea með skot í stöngina og Glódís hreinsar!
71 Lucia Di Guglielmo (Ítalía ) á skot framhjá
Guglielmo með skot, rétt utan teigs, eftir hreinsun íslenska liðsins en boltinn framhjá.
69 Barbara Bonansea (Ítalía ) á skot sem er varið
Bonansea með fast skot sem Sandra gerir mjög vel í að verja.
65 Ítalía fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
62 MARK! Valentina Bergamaschi (Ítalía ) skorar
1:1 - Ítalir jafna. Elísa missir kantmanninn inn fyrir sig. Hún á svo frábæra fyrirgjöf sem fer beint á Bergamaschi sem stýrir boltanum í netið úr teignum.
61 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) á skot framhjá
DAUÐAFÆRI! Alexandra ein á fjærstönginni eftir aukaspyrnu frá hægri en skotið framhjá!
59
Sveindís komin fremst. Agla María á vinstri kantinn og Karólína áfram á þeim hægri. Alexandra kemur svo inn á miðsvæðið með Dagnýju. Þær eru tvær djúpar núna sýnist mér.
58 Elisa Bartoli (Ítalía ) kemur inn á
58 Sara Gama (Ítalía ) fer af velli
57 Agla María Albertsdóttir (Ísland) kemur inn á
57 Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland) fer af velli
57 Alexandra Jóhannsdóttir (Ísland) kemur inn á
57 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland) fer af velli
57
Íslenska liðið tekur sér mjög góðan tíma í allt og er duglegt að drepa niður allan hraða í leiknum.
54 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Sara lætur vaða af 25 metra færi en boltinn allan tímann á leiðinni framhjá markinu.
52
Ítalir búnir að gera tvær skiptingar í leiknum.
51 Cristiana Girelli (Ítalía ) kemur inn á
51 Martina Piemonte (Ítalía ) fer af velli
48
Hættuleg sending fyrir markið en boltinn endar í höndunum á Söndru.
46 Seinni hálfleikur hafinn
Ítalir hefja seinni hálfleikinn og þetta er komið af stað.
46 Barbara Bonansea (Ítalía ) kemur inn á
46 Arianna Caruso (Ítalía ) fer af velli
46
Leikmenn ítalska liðsins eru komnir út á völl. Stutt hálfleiksræða væntanlega. Búnar að vera betri og það á að byrja síðari hálfleikinn eins og sá fyrri endaði.
45 Hálfleikur
Þessi hálfleikur hefði ekki getað komið á betri tíma. Ítalska liðið lá vel á okkur og við vorum ekki að ná að ýta þeim frá okkur. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir með eina mark hálfleiksins. Ísland átti góðar fimmtán mínútur en síðan tóku Ítalarnir öll völd á vellinum og hafa verið mun sterkari aðilinn. Erfiður seinni hálfleikur framundan.
45
ALVÖRU pressa hjá Ítölunum. Íslenska liðið í smá basli.
42
Ítalarnir sloppnir í gegn en Glódís reddar þessu. Svo er dæmd rangstæða sem betur fer. Þetta var stórhættulegt.
40
Stórhætta við mark ítalska liðsins eftir langt innkast frá Sveindísi en þær ná að koma boltanum í burtu.
38
Leikurinn aðeins að leysast upp í smá vitleysu. Dómarinn að flauta mikið sem er reyndar fínt, hægja aðeins á þessu.
33 Ítalía fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
32
Íslenska liðinu gengur ævintýralega illa að halda í boltann þessa stundina. Vantar meiri ró í þetta.
30 Valentina Giacinti (Ítalía ) á skot framhjá
Boltinn dettur fyrir Giacinti, rétt utan teigs, en skotið slakt og það lekur framhjá markinu.
27 Flaminia Simonetti (Ítalía ) á skot sem er varið
Íslenska liðið tapar boltanum á stórhættulegum stað. Simonetti geysist í átt að marki en skot hennar fer í hendurnar á Söndru.
26 Martina Piemonte (Ítalía ) á skot framhjá
FÆRI! Piemont fær frítt skot í teignum eftir fyrirgjöf frá hægri en hún hittir boltann illa og skotið fer framhjá.
23 Sveindís Jane Jónsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Sveindís komin í mjög vænlega stöðu hægra megin en hún reynir skot sem endar í hliðarnetinu.
20 Martina Piemonte (Ítalía ) á skot sem er varið
Enn og aftur er Piemonte að skjóta og núna hittir hún markið. Sandra hins vegar mjög vel staðsett og grípur boltinn mjög vel.
18 Ítalía fær hornspyrnu
Íslenska liðið hreinsar og boltinn endar í innkasti.
17 Ítalía fær hornspyrnu
Ísland hreinsar.
14 Martina Piemonte (Ítalía ) á skot framhjá
Piemont lætur aftur vaða utan teigs og aftur fer skotið framhjá.
13
Ítalska liðið með stórhættulegan skalla tilbaka sem Sara Björk er nálægt því að komast inn í en Giouliani handsmar knöttinn á endanum.
11 Martina Piemonte (Ítalía ) á skot framhjá
Piemonte með fast skot af 25 metra færi en boltinn allan tímann á leiðinni framhjá markinu.
10
Smá pressa frá ítalska liðinu og þær eru búnar að eiga tvær fyrirgjafir frá hægri en engin hætta ennþá.
8 Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland) á skot framhjá
Sara í fínu færi en hún snýr baki í markið þegar hún nær skotinu og það fer rétt framhjá.
7 Ísland fær hornspyrnu
7 Glódís Perla Viggósdóttir (Ísland) á skot framhjá
Glódís með skot úr teignum sem fer af varnarmönnum Ítalanna.
3 MARK! Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Ísland) skorar
0:1 - ÍSLAND SKORAR!!!!!!! Sveindís með langt innkast frá vinstri, Glódís flikkar þessu áfram og Ítalir ná ekki að hreinsa frá marki. Boltinn dettur fyrir Karólínu sem kemur á ferðinni og þrumar honum upp í samskeytin úr miðjum teignum! Jájájájá!
2
Ítölsk fyrirgjöf frá vinstri en boltinn beint í hendurnar á Söndru.
1 Leikur hafinn
Þá er þetta komið af stað í Manchester og það er Ísland sem byrjar með boltann.
0
Sömu sögu er að segja um Ítalina sem þurfa einnig nauðsynlega á sigri að halda en þeir eru án stiga eftir stórt 1:5-tap gegn Frakklandi í fyrstu umferðinni.
0
Ísland þarf á sigri að halda til þess að auka möguleika sína á sæti í 8-liða úrslitunum en liðið er með 1 stig í þriðja sæti riðilsins eins og sakir standa.
0
Jæja þá eru liðin mætt í leikmannagöngin og þær eru að fara ganga inn á völlinn. Hérna eru allir gjörsamlega klappóðir enda gríðarlega mikið í húfi hjá báðum liðum.
0
Upphitun er lokið hjá íslenska liðinu og þær eru komnar inn í klefa. Það styttist í að þetta verði flautað á og það er hálf vandræðalegt hversu fáir Ítalir eru í stúkunni.
0
„Ég er kominn heim“ ómar nú um akademíuvöllinn í Manchester og Íslendingar taka allir undir! Stórkostleg stemning hérna!
0
Íslenskir stuðningsmenn eru byrjaðir að streyma á völlinn en þeir verða í miklum meirihluta hér í dag. Rúmlega 2.000 Íslendingar verða í stúkunni en mun færri frá Ítalíu eða í kringum 125 manns.
0
Auk þess að taka Girelli úr liðinu fara hægri bakvörðurinn Elisa Bartoli, miðjumennirnir Manuela Giugliano og Aurora Galli og framherjinn Barbara Bonansea allar á bekkinn.
0
Ekki nóg með það því Milena Bertolini þjálfari Ítala gerir alls fimm breytingar á byrjunarliðinu frá Frakkaleiknum. Varamennirnir fimm sem komu inn á í seinni hálfleik eru allar í byrjunarliðinu í dag. Hinar eru Martina Rosucci, Valentina Giacinti, Lucia Di Guglielmo og Flaminia Simonetti.
0
Það eru líka óvænt tíðindi í byrjunarliði Ítala því aðalmarkaskorari liðsins Cristiana Girelli er ekki í liðinu og situr á varamannabekknum í dag. Martina Piemonte sem kom inn á gegn Frökkum og skoraði í 5:1 ósigrinum á sunnudag kemur í hennar stað.
0
Nokkuð óvænt tíðindi af byrjunarliði Íslands í dag því Sif Atladóttir sem var mjög sterk í vörn Íslands gegn Belgíu er ekki með en Elísa Viðarsdóttir kemur í hennar stað.
0
Velkomin með mbl.is á Manchester City Academy Stadium í Manchester þar sem Ísland og Ítalía mætast í D-riðli Evrópumótsins klukkan 16. Ísland er með eitt stig eftir jafntefli við Belgíu, 1:1, en Ítalía er án stiga eftir tap gegn Frakklandi, 5:1.
Sjá meira
Sjá allt

Ísland: (4-3-3) Mark: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Elísa Viðarsdóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Guðrún Arnardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir (Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir 87). Miðja: Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Alexandra Jóhannsdóttir 57), Dagný Brynjarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir (Svava Rós Guðmundsdóttir 78). Sókn: Sveindís Jane Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Agla María Albertsdóttir 57), Karólína Lea Vilhjálmsdóttir (Selma Sól Magnúsdóttir 87).
Varamenn: Auður Sveinbjörnsdóttir (M), Sif Atladóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Selma Sól Magnúsdóttir, Alexandra Jóhannsdóttir, Elín Metta Jensen, Agla María Albertsdóttir, Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir, Guðný Árnadóttir, Svava Rós Guðmundsdóttir, Amanda Andradóttir.

Ítalía : (4-4-2) Mark: Laura Giuliani. Vörn: Lucia Di Guglielmo, Sara Gama (Elisa Bartoli 58), Elena Linari , Lisa Boattin. Miðja: Valentina Bergamaschi, Flaminia Simonetti, Martina Rosucci, Arianna Caruso (Barbara Bonansea 46). Sókn: Martina Piemonte (Cristiana Girelli 51), Valentina Giacinti (Daniela Sabatino 85).
Varamenn: Francesca Durante (M), Katja Schroffenegger (M), Aurora Galli , Manuela Giugliano, Daniela Sabatino, Cristiana Girelli, Barbara Bonansea, Elisa Bartoli, Agnese Bonfantini, Maria Luisa Filangeri, Martina Lenzini.

Skot: Ísland 7 (1) - Ítalía 14 (6)
Horn: Ísland 1 - Ítalía 6.

Lýsandi: Bjarni Helgason
Völlur: Manchester City Academy Stadium
Áhorfendafjöldi: 4.029

Leikur hefst
14. júlí 2022 16:00

Aðstæður:
19° stiga hiti, skýjað og smá gola. Völlurinn frábær.

Dómari: Lina Lehtovaara, Finnlandi
Aðstoðardómarar: Karolin Kaivoja, Eistlandi, og Chrysoula Kourompylia, Grikklandi

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka