Ísland lék í gömlum varabúningunum

Ísland hefur spilað báða leiki sína á EM í gömlu …
Ísland hefur spilað báða leiki sína á EM í gömlu varatreyjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nýju varabúningarnir verða ekki kynntir fyrr en í haust,“ segir Klara Bjartmarz, framkvæmdastóri KSÍ, í samtali við mbl.is.

Ísland lék í gömlu varabúningunum í 1-1 jafntefli dagsins gegn Ítalíu í æsispennandi leik í Manchester á Englandi, og einnig í 1-1 jafnteflinu gegn Belgum.

Klara segir þetta ekki vera eitthvað sérstakt við Ísland. Sé þetta allt vegna framleiðsluferli Puma, sem framleiðir landsliðstreyjurnar fyrir KSÍ.

„Allir varabúningar Puma verða kynntir í haust. Þetta fer eftir framleiðsluferli Puma,“ segir Klara.

Ísland spilar næsta leik gegn Frakklandi á mánudaginn.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

ÚRSLIT SÍÐUSTU LEIKJA

Spánn
14. JÚLÍ
2 : 1
England
Holland
10. JÚLÍ
1 : 2
England
Útsláttarkeppnin