Ísland lék í gömlum varabúningunum

Ísland hefur spilað báða leiki sína á EM í gömlu …
Ísland hefur spilað báða leiki sína á EM í gömlu varatreyjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nýju vara­bún­ing­arn­ir verða ekki kynnt­ir fyrr en í haust,“ seg­ir Klara Bjart­marz, fram­kvæmda­stóri KSÍ, í sam­tali við mbl.is.

Ísland lék í gömlu vara­bún­ing­un­um í 1-1 jafn­tefli dags­ins gegn Ítal­íu í æsispenn­andi leik í Manchester á Englandi, og einnig í 1-1 jafn­tefl­inu gegn Belg­um.

Klara seg­ir þetta ekki vera eitt­hvað sér­stakt við Ísland. Sé þetta allt vegna fram­leiðslu­ferli Puma, sem fram­leiðir landsliðstreyj­urn­ar fyr­ir KSÍ.

„All­ir vara­bún­ing­ar Puma verða kynnt­ir í haust. Þetta fer eft­ir fram­leiðslu­ferli Puma,“ seg­ir Klara.

Ísland spil­ar næsta leik gegn Frakklandi á mánu­dag­inn.

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin
Loka