JóiPé komst ekki á leikinn

Jói P og Króli trylltu lýðinn á aðdáendasvæðinu í dag.
Jói P og Króli trylltu lýðinn á aðdáendasvæðinu í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rapp­ar­arn­ir Jói P. og Króli, ásamt plötu­snúðinum Dóru Júlíu, hafa séð um að halda uppi stemmn­ing­unni á aðdá­enda­svæðinu í Manchester fyr­ir leik Íslands og Ítal­íu í dag. 

Rapp­ara­dúóið segj­ast finna til ábyrgðar að halda uppi stemmn­ing­unni en þar sem hóp­ur­inn sé í mik­illi stemmn­ingu fyr­ir hafi verk­efnið ekki verið flókið. 

„Fólk er í geggjuðum fíl­ing,“ seg­ir JóiPé við mbl.is. Króli var fyr­ir í Manchester á eig­in veg­um að fylgja landsliðinu eft­ir en Jói flaug sér­stak­lega til Eng­lands í gær fyr­ir verk­efnið á aðdá­enda­svæðinu. 

Jói er einn þeirra sem ekki hef­ur tek­ist að kom­ast á leik­inn gegn Ítal­íu í dag. „Mér finnst mjög leiðin­legt að vera að missa af leikn­um,“ seg­ir hann. 

„Við erum bún­ir að reyna allt til að redda Jóa á þenn­an leik,“ seg­ir Króli. 

mbl.is

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin

ENGIR LEIKIR Á SKRÁ Í ÚTSLÁTTARKEPPNI

Útsláttarkeppnin