Rappararnir Jói P. og Króli, ásamt plötusnúðinum Dóru Júlíu, hafa séð um að halda uppi stemmningunni á aðdáendasvæðinu í Manchester fyrir leik Íslands og Ítalíu í dag.
Rapparadúóið segjast finna til ábyrgðar að halda uppi stemmningunni en þar sem hópurinn sé í mikilli stemmningu fyrir hafi verkefnið ekki verið flókið.
„Fólk er í geggjuðum fíling,“ segir JóiPé við mbl.is. Króli var fyrir í Manchester á eigin vegum að fylgja landsliðinu eftir en Jói flaug sérstaklega til Englands í gær fyrir verkefnið á aðdáendasvæðinu.
Jói er einn þeirra sem ekki hefur tekist að komast á leikinn gegn Ítalíu í dag. „Mér finnst mjög leiðinlegt að vera að missa af leiknum,“ segir hann.
„Við erum búnir að reyna allt til að redda Jóa á þennan leik,“ segir Króli.